Stjórnarskipti í umdæminu.

Stjórnarskipti í umdæminu.


Stjórnaskiptafundur fór fram í umdæminu sunnudaginn 14 september  kl 11.00 í Kiwanissalnum að Bíldshöfða12. Það var Stefán Jónsson Goði sem hafði umsjón með stjórnarskiptunum með dyggri aðstoð Sigurðar Pétursson f.v umdæmisstjóra.

Stjórn Drafnar Sveinsdóttur var afmunstruð á þessum fundi og ný stjór sett inn 

en Umdæmisstjórn starfsárið 2014-2015 skipa:

Gunnlaugur Gunnlaugsson umdæmisstjóri,  Gunnsteinn Björnsson kjörumdæmisstjóri, Dröfn Sveinsdóttir fráfarandi umdæmisstjóri, Kristján Jóhannsson umdæmisritari, Eyþór K. Einarsson umdæmisféhirðir, Tómas Sveinsson erlendur ritari, Ragnar Eggertsson svæðisstjóri Freyjusvæðis, Karin Jacobsen svæðisstjóri Færeyjasvæðis, Ólafur Guðmundsson svæðisstjóri Sögusvæðis, Ólafur Jónsson svæðisstjóri Óðinssvæðis og Magnús Eyjólfsson svæðisstjóri Ægissvæðis.

Við Kiwanismenn og konur óskum nýrri stjórn velfarnaðar á komandi starfsári en stjórnin tekur formlega við 1 október.