Viðurkenningar á þingi

Viðurkenningar á þingi


Viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndar klúbbur voru afhentar á þingfundi laugardagsinns í Salnum og veitti Dröfn Sveinsdóttir þá eftirfarandi klúbbum viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndarklúbbur starfsárið 2013 -2014 alls hlutu 19 klúbbar þessa viðurkenningu eða 54% klúbba í umdæminu sem eru eftirfarandi : 

Höfði, Jörfi, Geysir, Katla, Hekla, Skjöldur Fjallabyggð, Skjálfandi, Kaldbakur, Drangey, Ós, Thorshavn, Helgafell, Eldborg, Eldey, Hraunborg, Sólborg, Varða, Setberg og Keilir. Og óskum við þessum klúbbum til hamingju með frábærann árangur í starfi.

Fyrirmyndar svæðisstjórar voru tveir að þessu sinni en til að ná þessari viðurkenningu þurfa 50% kúbba í svæðinu að ná fyrirmyndarviðmiðum. Þessa viðurkenningu í ár hlutu Guðmundur Karl Jóhannesson svæðisstjóri Óðinssvæðis og Jóhanna M. Einarsdóttir svæðisstjóri Ægissvæðis.

Það komu einungis þrjár tilnefningar í fyrirmyndarfélaga frá þremur klúbbum en þessa viðurkenningu hlutu: Ingimar Hólm Ellertsson úr Þyrli, Vigdís Elertsdóttir úr Vörðu og Gunnar Magnússon Hraunborgu.

Frábært fólk og góðir félagar sem eru vel að þessu komnir.

 

Lokahófið eða Galaballið var síðan haldið með glæsibrag  í Gullhömrum þar sem boðið var upp á hátíðarkvöldverð , skemmtiatriði, viðurkenningar og danleik og sá Konráð Konráðsson um veislustjórn af miklum mydarskap.

En eftirfarandi viðurkenningar voru veittar á Lokahófinu ásamt því að færa erlendu gestum okkar gærur sem allir þingfulltrúar  rituðu nöfn sín á: FJölmiðlabikarinn hlaut Hekla en klúbburinn var mikið í fjölmiðlum vegna 50 ára afmælisins og þar með hreyfingarinnar á Íslandi.

Fjölgunarbikarin hlaut Varða  og viðurkenningur fyrir athyglisverðasta fjáröflunarverkefnið hlaut Gímur í Grímsey en þeir hafa tekið að sér sorphirðu í eynni til fjáröflunar. Bikar fyrir styrktarverkefni hlaut síðan Hekla en þeir hafa verið með þetta verkefni á Hrafnistu frá stofnun klúbbsins.