Frá heimsókn Heimsforseta til Íslands.

Frá heimsókn Heimsforseta til Íslands.


Heimsforsti hr. Gunter Gasser og hans frú Cristjana komu til landsins í tveggja daga heimsókn.? Við hjónin sóttum þau út á flugvöll seint að kvöldi þriðjudagsins 19.ágúst fórum með þau beint á Hótel Hafnarfjörð enda þreytt fólk á ferð því þau voru að koma frá umdæmisþingi í New York. Ekki fengu þau að sofa frameftir morgunin eftir heldur voru þau sótt þangað kl 8.30 haldið með þau í ferðalag.
 Í þessa ferð með þeim Austruísku hjónum voru auk okkur hjóna Óskar Guðjónsson og Konný og Gunnlaugur Gunnlaugsson kjörumdæmisstjóri. Fenginn var félagi okkar úr Eldey, Þórir Gíslason til að vera bílstjóri í þessari ferð en hann var með bíl sem rúmaði allann hópinn. Haldið var sem leið lág í Hellisheiðavirkjun og farið í skoðunarferð þar, síðan var ferðinni haldið austur að Skálholti aðeins farið inn í kirkjuna og hún skoðuð,  þaðan var haldið að Seljalandsfossi og skelltu þeir Óskar og Gunter sér á bak við fossinn. Því næst var haldið til Vestmannaeyja þar sem Helgafells félagar  tóku á móti hópnum og nærðu okkur á sál og líkama. Daginn eftir var fundur hjá UNICEF , og einnig heimsóttum við miðstöð foredra og barna sem var einn af styrkþegum okkar eftir sölu síðasta K-dags. Eftir þetta var farið með þau í skoðunarferð um borgina sem og um Reykjanesið. Um kvöldið var svo haldinn fundur í húsi Kiwansiklúbbsins Eldey þann fund sóttu rúmlega 30 félagar. Frábærir tveir dagar sem við áttum með þessum Austurrísku hjónum. Það voru þakklát sæl, ánægð en lúin hjón sem við kvöddum á Keflavíkurflugvelli snemma föstudagsmoguns. Vil ég þakka öllum sem komu að þessari heimsókn og ekki síst þeim sem mættu á fundinn.
 
Dröfn Sveinsdóttir Umdæmisstjóri.