Fréttir

Kynningarfundur í Kiwanisklúbbnum

  • 24.03.2015

Kynningarfundur í Kiwanisklúbbnum

Fróðlegur kynningarfundur í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og tækjasýning Björgunarsveitarinnar Garðars!

Jólakveðjur frá Skjálfanda

  • 24.03.2015

Jólakveðjur frá Skjálfanda

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

  • 21.03.2015

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Í dag laugardaginn 21 mars var haldin svæðisráðstefna í Sögusvæði, en fundurinn var haldinn í húsnæði Ölvers í Þorlákshöfn. Góð mæting var á fundinn en hann sátu 18 manns, og á meðal gesta voru Gunnlaugur Umdæmisstjóri, Kristján Umdæmisritari og Ólafur Jónsson svæðisstjóri Óðinssvæðis. Fundurinn hófst á hefðbundinn hátt með því að fundarmenn kynntu sig og síðan var tekið til við dagskrá fundarinns sem hófst á því að lesin var fundagerð síðasta Svæðisráðsfundar sem var samþykkt að loknum lestri. Búið var að senda skýrslur rafrænt þannig að tekin var upp umræða um skýrslur sem urðu nokkurar . Gunnlaugur Umdæmisstjóri tók næstur til máls og fór yfir það helsta sem er að gerast í umdæminu um þessar mundir og það sem framundan er og að loknu máli Umdæmisstjóra var tekið kaffihlé.

Kiwanisklúbburinn Ölver 40 ára.

  • 18.03.2015

Kiwanisklúbburinn Ölver 40 ára.

Í nóvember s.l var Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorlákshöfn 40 ára og af því tilefni slá þeir upp mikilli veislu laugardaginn 21 mars en þá halda þeir Gelluna sem er árleguð viðburður hjá klúbbnum en  verður gert með stæl í ár vegna afmælisinns og einnig verður Svæðisráðstefna í Þorlákshöfn á laugardaginn en hún átti að vera í Vestmanneyjum 11 apríl og var færð til vegna þessa merku tímamóta.

Sumarbúðir Kiwanis í Tékklandi

  • 18.03.2015

Sumarbúðir Kiwanis í Tékklandi

Ágætu Kiwanisfélagar að beiðni umdæmisstjóra sendi ég meðfylgjandi upplýsingar um sumarbúðir fyrir unglinga á vegum Kiwanis.  Þær verða í Tékklandi 15.-20. júlí 2015 og gert er ráð fyrir 5 þátttakendum frá Kiwanisumdæminu Ísland - Færeyjar.  Óskað er eftir að forsetar klúbba láti umdæmisstjóra vita um unglinga sem gætu tekið þátt.

Kynningarfundur Skjálfanda

  • 16.03.2015

Kynningarfundur Skjálfanda

Veist þú hvað Kiwanis er? Við erum að leita að þér, þú ert velkominn! Kiwanisklúbburinn Skjálfandi kynnir starfið á opnu húsi fimmtudaginn 19. mars n.k. frá kl. 19:00, í Kiwanishúsinu á Húsavík. Eflum starf og vináttu í Kiwanis.

Sælkerafundur hjá Helgafelli

  • 14.03.2015

Sælkerafundur hjá Helgafelli Í gærkvöldi föstudaginn 13 mars var hinn árlegi Sælkerafundur hjá Helgafelli en á þessum fundi elda kokkar klúbbsinns, og hetjur hafsins sjá um að draga björg í bú. Fundurinn hófst á venjulegum fundaarstörfum eins og lestri afmælisdaga félaga og var Grími Gíslasyni einum af kokkum klúbbsins afhent fánastöngin góða af tilefni 50 áfmælis eins og venja er og að því loknu var tekið  matarhléi en á boðsoðum var dýrindis sjávarréttahlaðborð þar sem m.a var boðið upp á Gellur, Skötuselskinnar, Löngu, Saltfisk, Steinbít, Karfa og m.fl ásamt meðlæti. Góður rómur var gerður að matnum hjá þeim félögum sem stóðu vaktina, og að loknu borðhaldi var lesin fundagerð síðasta fundar. Þá var komið að fyirrlesara kvöldsinns en þar var á ferð Ingi Sigurðsson f.v leikmaður ÍBV og núverandi knattspyrnuráðsmaður. Ingi fór yfir plan næstu þriggja ára til að koma félaginu aftur í fremstu röð, leikmannakaup, akademíuna og allt sem viðkemur meistaraflokksliði ÍBV. Erindi Inga var fróðlegt og vel flutt eins og hanns er von og vísa og ekki skemmir að þetta er málefni sem allir Eyjamenn hafa áhuga á og þar erum við Helgafellsfélagar eingin undantekning nema síður sé því við höfum innan okkar vébanda nokkura Íslandsmeistaraleikmann ÍBV. Að loknu erindi Inga var honum færð bókargjöf sem þakklætisvottur frá klúbbnum fyrir fróðlegt og gott erindi. Að loknum liðnum tilkynningum ög önnur mál sleit forseti fundi, og héldu menn áfram spjalli fram eftir kvöldi léku snóker í kjallara og einhverjir kíktu út á lífið eins og oft er gert á föstudagskvöldi :)   Myndir má nálgast HÉR   Grímur Gíslason fær fánastöngina góðu. Ingi Sigurðsson tekur við bókagjöfinni.

Gjöf til Reykjalundar

  • 13.03.2015

Gjöf til Reykjalundar

 Föstudagurinn 13.mars 2015  er skemmtilegur hjá okkur Jörfafélögum en í dag færðum við Reykjalundi veglega gjöf sem er göngubretti af nýjustu gerð.Gjöfin er gefin í tilefni af 40 ára afmæli Jörfa.Við viljum sýna Reykjalundi þennan heiður þar sem margir hafa eignast betra líf með hjálp þeirra ágætu sofnunnar og starfsmanna.Myndir hér GHG

Heimsþing í Indianapolis - 25-28 júní 2015

  • 12.03.2015

Heimsþing í Indianapolis - 25-28 júní 2015

Heimsþing Kiwanishreyfingarinnar verður að þessu sinni haldið í Indianapolis í Bandaríkjunum dagana 25.-28. júní 2015. Fyrsti Kiwanisklúbburinn í heiminum var stofnaður árið 1915, eru því 100 ár frá upphafi hreyfingarinnar og er þingið í ár þvi veglegra en áður hefur tíðkast. 

Setningarathöfnin verður fimmtudaginn 25. júní kl. 19:30. Dagskrána má nálgast á heimasíðunni „Kiwanis.org/convention“ auk þess eru þar allar upplýsingar um þinghaldið. 

Almennur fundur og fyrirlestur !

  • 11.03.2015

Almennur fundur og fyrirlestur ! Á almennum fundir þann 26 febrúar s.l fengum við góðann gestí heimsókn til okkar, en þar var á ferð Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar.    En í byrjun fundar var Bergi Guðnasyni afhent fánastöngin góða en Bergur varð fimmtugur á dögunum og fær því stöngina góðu eins og siður er í okkar klúbbi, og óskum við Bergi og fjöldkyldu til hamingju með þennann merka áfangi. Að loknu matarhléi tók Sigurður til máls og flutti okkur erindi í máli og myndum um  deiliskipulagsgerð á hafnarsvæði H-1 . Deiliskipulagssvæðið er um 16,5 ha að stærð og afmarkast af höfninni í norðri og Strandvegi 12 í austri. Mörkin fylgja svo Strandvegi í suðri til vesturs með mörkum deiliskipulagi miðbæjarins vestur fyrir Strandveg 102.   Deiliskipulagið er sett fram í deiliskipulagsgreinargerð og á deiliskipulagsuppdrætti. Ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. hefur í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið mótað deiliskipulagstillöguna. Skipulagsvinnan fór fram í samstarfi við hagsmunaaðila, framkvæmda- og hafnarráð og umhverfis- og skipulagsráð.   Að loknu erindi færið Jóhann forseti Sigurðui Smára smá þakklætisvott frá klúbbnum og þökkum við Sigurði fyrir fræbært erindi.   Bergur Guðnasona 50 ára. Sigurður Smári Benónýsson  Jóhann forseti og Sigurður Smári

Frá Fræðslunefnd !

  • 11.03.2015

Frá Fræðslunefnd !

Nú fer af stað fræðsla fyrir verðandi embættismenn,  byrjað verður á fræðslu fyrir verðandi svæðisstjóra nk. laugardag í Kiwanishúsinu á Bíldshöfða.  Sú nýbreytni verður þetta árið að farið verður með fræðslu forseta og ritara út í svæðin og farið eftir vilja meirihluta þátttakenda í umræðuhópi  á Umdæmisþinginu sl. haust.

Umfangsmikið söfnunarátak Kiwanisklúbbsins Drangey !

  • 10.03.2015

Umfangsmikið söfnunarátak Kiwanisklúbbsins Drangey !

Umfangsmikið söfnunarátak Kiwanisklúbbsins Drangey fyrir nýjum speglunartækjum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki er nú lokið. Tækin komu til landsins í lok janúarmánaðar og til stendur að afhenda þau með viðhöfn í fjáröflunar- og fræðsluskemmtun í tilefni af Mottumars í Miðgarði kl. 16. Að sögn Ólafs Jónssonar hjá Kiwanisklúbbnum er um er að ræða alhliða speglunartæki, bæði fyrir maga og ristil, og verða þau ein fullkomnustu tækin sinnar tegundar á landinu.

 

Fjáröflunarsamkoma hjá Drangey í tilefni Mottu-Mars

  • 07.03.2015

Fjáröflunarsamkoma hjá Drangey í tilefni Mottu-Mars

Kiwanisklúbburinn Drangey og Krabbameinsfélag Skagafjarðar standa fyrir fjáröflunarsamkomu í menningarhúsinu Miðgarði næstkomandi laugardag og hefst hún kl. 16:00. Á dagskrá eru fræðsluerindi og söngatriði. Þá munu félagar úr Kiwanisklúbbnum afhenda Jón Helga Björnssyni, forstjóra HSN, einn fullkomnasta speglunarbúnað landsins og skrifað verður undir samning um búnaðinn og fimm ára verkefni um skimun fyrir ristilkrabba.

Skjálfandi gefur Garðari bíl

  • 05.03.2015

Skjálfandi gefur Garðari bíl

Í lok góðs og málefnalegs fundar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda í gærkvöldi fóru klúbbfélagar í heimsókn til Björgunarsveitarinnar Garðars. Var vel tekið á móti Skjálfandafélögum og boðið upp á kaffi og rjómapönnukökur.

Frá tengilið við gagnagrunn KI

  • 03.03.2015

Frá tengilið við gagnagrunn KI

Kæru Kiwanisfélagar

 

Um nokkurt skeið hefur staðið til að að breyta fyrirkomulagi við rekstur félagatals umdæmisins.  Undanfarin ár hafa upplýsingar um félaga verið geymdar í gagnagrunni sem rekinn er á vegum umdæmisins og vefsíðu verið haldið úti þar sem fulltrúar klúbba hafa getað skoðað og breytt upplýsingum.  Gagnagrunnur Kiwanis International hefur svo verið uppfærður með nýjum og breyttum upplýsingum úr þessum gagnagrunni umdæmisins. 

Eliminate myndband

  • 02.03.2015

Eliminate myndband

ELIMINATE Music Video

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

  • 01.03.2015

Umdæmisstjórnafundur 28 febrúar 2015

Fundur var settur stundvíslega kl 10.00 og byrjað á kynningu fundarmanna. Umdæmisstjóri hóf síðan  fundinn og fór yfir það helsta í skýrslu sinni svo sem fjölgun, hjálmaverkefni málefni klúbba o.fl, og kom það fram í máli hanns að  21 til 24 apríl verður hjálmaafhending og er það í kringum sumardaginn fyrsta. Sigurgeir Aðalgeirsson formaður laganefndar vildi minna klúbbanna á klúbbalögin, og afgreiða það mál . Ástbjörn Eigilsson kom næstur í pontu og  þakkaði fyrir góðar skýrslur og talaði síðan um stífkrampaverkefnið, 75.6 miljón dollara er búið að safna og ljóst að verkefnið kemst í höfn og einnig kom fram í máli Ástbjörns að verkefninu hefur verið framlengt fram í desember n.k Eins og staðan er í dag erum við í 38 sæti í söfnunni. Ástbjörn sagði líka að betri sala væri á stjörnum fyrir styrktarsjóðinn og getur sjóðurinn látið gott af sér leiða á þinginu Vestmannaeyjum.

Áherslur umdæmisstjóra 2015 - 2016

  • 01.03.2015

Áherslur umdæmisstjóra 2015 - 2016

Áherslur Gunnsteins Björnssonar fyrir næsta starfsár.