Heimsþing í Indianapolis - 25-28 júní 2015

Heimsþing í Indianapolis - 25-28 júní 2015


Heimsþing Kiwanishreyfingarinnar verður að þessu sinni haldið í Indianapolis í Bandaríkjunum dagana 25.-28. júní 2015. Fyrsti Kiwanisklúbburinn í heiminum var stofnaður árið 1915, eru því 100 ár frá upphafi hreyfingarinnar og er þingið í ár þvi veglegra en áður hefur tíðkast. 

Setningarathöfnin verður fimmtudaginn 25. júní kl. 19:30. Dagskrána má nálgast á heimasíðunni „Kiwanis.org/convention“ auk þess eru þar allar upplýsingar um þinghaldið. 

Kannað hefur verið með mögulega hópferð til Indianapolis. Besta tengingin er með flugfélaginu Delta Airlines alla leið frá Keflavík til New York og áfram til Indianapolis miðvikudaginn 24. júní kl.10 f.h. - komið til Indianapolis um kl. 17.30 e.h. sama dag og
til baka sömu leið sunnudaginn 28. júní kl.11.50 f.h. lent í New York kl 14.00 og haldið áfram sama dag kl 22.30 e.h. og komið að morgni þ.29.júní kl 08.15 til Keflavíkur. Væntanlega verður hægt að breyta heimferðardegi frá New York ef óskað er. 

Gert er ráð fyrir að þátttakendur frá „Ísland/Færeyjar Umdæminu“ gisti á JW Mariott hótelinu í Indianapolis. 

Því miður er ekki er hægt að gefa upp nákvæmt verð en gert er ráð fyrir að kostnaður á mann verði um 250 – 300 þúsund krónur. Innifalið í því er flug, gisting í fjórar nætur og þátttaka í þingstörfum ásamt lokahófi. Gróf áætlun skiptist þannig: flugfar 130-140 þúsund, hótel 90 þúsund og aðgangsmiði að þingi 40-80 þúsund. 

Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband sem fyrst við umdæmisritara, Kristján G. Jóhannsson, annað hvort með tölvupósti á netfangið umdaemisritari@kiwanis.is eða í síma 89-21027 

Prentvæn útgáfa HÉR