Hjálmaafhending hjá Ós

Hjálmaafhending hjá Ós


Börnin í 1. bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu skemmtilega heimsókn í dag föstudaginn 10. apríl, en þar voru á ferðinni Sigurjón, Miralem, Róbert, Álfgeir, Sigurður Einar allir félagar úr Kiwanisklúbbnum Ós nema Ingvar sem er félagi í Eldborg. Ennfremur mun Ós dreifa kiwanis hjálmum í grunnskólum Djúpavogs og Kirkjubæjarklaustri með aðstoð frá Flytjanda.

Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma sem eru gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins.

 

Þegar krakkarnir voru búnir að opna kassann með hjálmunum var ítrekað við þau mikilvægi þess að vera með hjálm þegar farið væri út að hjóla. Krakkarnir samþykktu það samstundis og lofuðu að gleyma því aldrei. Krakkar voru mjög ánægð með heimsóknina og þökkuðu vel fyrir sig.

 

Kiwanisklúbburinn Ós var einn af fyrstu Kiwanisklúbbum landsins að byrja á þess verkefni en síðustu 11. ár hefur það verið í samstarfi við Eimskip og hefur Flytjandi flutt þá frítt út á land.
Kiwaninshreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma.

Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti.

Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum tólf árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að allt að 35.000 börn eða 11% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu.

Foreldar munið að mjög mikilvægt er að stilla reiðhjólahjálminn rétt: Setja þarf hjálminn beint niður á höfuðið þegar hann er stilltur. Bandið undir hökunni á að falla það þétt að að einungis sé hægt að koma einum fingri á milli. Hjálmurinn má ekki færast til nema um nokkra millimetra þegar prófað er hvort hann sitji rétt. Þegar allir eru búnir að stilla hjálmana sína þá er bara að fara út að hjóla með börnunum og kenna þeim í leiðinni umferðarreglurnar.

 

Með kveðju 

Sigurður Einar Sigurðsson

Forseti Kiwanisklúbbsins Ós

 

https://is-is.facebook.com/KiwanisclubOs