99 Heimsþing í Tokyo í Japan.

99 Heimsþing í Tokyo í Japan.


Heimsþingi Kiwanis það 99. í röðinn var haldið var í Chiba, Tokyo í Japan, frá umdæminu okkar voru fulltrúar frá 5 klúbbum, þau Óskar Guðjónsson úr Elddey fulltrúi í heimsstórn á vegum KI með honum var kona hans Konný Hjartardóttir úr Dyngju, kjörumdæmisstóri Gunnlaugru Gunnlaugsson frá Básum, ég sjálf umdæmisstjóri frá Sólborg og svo minn maður Sigurður J. Sigurðsson fráEldborg auk þess var Kristjana Sigurðurdóttir kona Gunnlaugs með í för sem og dóttir Óskars og Konnyar og hennar unnusti. Hjá okkur hjónunum sem og Gunnlaugi og Kristjönu var þetta viku ferð og þar af stveir sólarhringur í ferðirnar að komsat út og heim aftur auk níu klukkustunda tímamismun. Óskar og fjölskylda tóku sér lengra frí og skoðuð sig um í Japan eftir að þingi lauk.
 
Margor umræðuhópar voru þar í boði meðal annars einn umræðuhópur kallaður Formula.
Formúla stendur fyrir nýtt átak í fjölgun, undir kjöroðunum „Love It, Share It, Live It“ .
Formúla er stærðfræði sem notuð er til læknina, knýja áfram bíla, sem og læknavísindi.
Formúla er byggð á þeirri forsendu að þegar þú elskar eitthvað, viltu deila því með öðrum. Þegar eitthvað er raunvarulegt, skiptir það máli. Það er kraftur okkur að láta aðra vita hvað hreyfingin okkar er öflug. Formúlan er ást okkar á starfinu, það er orkugjafi sem hvetur okkur til að segja öðrum frá starfinu sem við elskum.
Þetta er okkar tækifæri til að móta framtíð klúbbana, fá fleiri til að taka þátt í starfinu sem okkur er svo ant um
Fleiri félagar, meiri þjónusta og sterkara samfélag. Eða Elska það, Deila því, Lifa því.
Fjölmargir aðrir fundir voru eins og hvernig notum við árið 2015 okkur til framdráttar sem er jú afmælsiár hreyfingarinnar, 100 heimsþing í Indy og allt sem þar verður á boðstólum, það verður gaman að sjá á þinginu okkar í haust hvað Kristján og hans fólk í ferðanefndinn ætla að bjóða okkur upp á í ferð á 100. Þing hreyfingarinnar.
Á þinginu var kosinn varaforseti. Tveir voru í framboði, þau Warren F. Mitchell frá Coloredo og Jane M. Erickson Iowa. Gaman að segja frá því að í annað árið í röð er það kona sem hefur sigur. Við sem sóttum þingið héðan áttum einnig kost á að kjósa inn í stórnina Ráðgjafa (Trustee) að þessu sinni voru fjórir í framboði Kenneth A. Alovera frá Filippseyjum, Frank Arenz frá Þýskalandi, Pierre Bourgouin frá Frakkland-Monaco og Daniel Vigneron frá Belgíu-Luxemburg. Sá sem hafið sigur þetta árið var Kenneth A. Alovera. Það er gaman að segja frá því að Óskar okkar Guðjónsson kynntis Kenneth í ferðum sínum til Filippseyja þegar hann var ráðgjafi þar og kvatti hann til þess að fara í þetta framboð.
Að fara á heimsþing sem og evrópuþing er frábær upplifum þarna fáum við að kynnast félögum sem allir eru að vinna undir sömu kjörorðum og við hér heima á íslandi en á svo margvíslegan hátt. Auk þingstarfa fáum við að kynnast menningu landsins, okkur gafst tækifæri að skirfa nöfn okkar í letri þeirra, brjóta pappir á ýmsavegu svo eitthvað sé nefnt. Japanska kvöldið var frábær skemmtun fók á ýmsum aldri allt frá smábörgnum upp í fullorðið fólk dansaði og spilaði, fékk okkur til að taka þátt í dansinum
Japan var gott heim að sækja gestrisnin og hjálpsemin engu lík. Chiba borgin sem þingið var haldið í ein sú hreynasta borg sem ég komið til.
 
Dröfn Sveinsdóttir Umdæmisstjóri