Gróðursetning í Heiðmörk í gróðurreit Kiwanisklúbbsins Kötlu :

Gróðursetning í Heiðmörk í gróðurreit Kiwanisklúbbsins Kötlu :


Það var um miðjan júni 2014 að boðað var til gróðursetningarferðar í gróðurreit þann ,sem klúbburinn okkar Katla hefur haft til meðferðar og aukningar gróðurs  í um 46 ár . Hilmar Svavarsson ræddi um að til greina hafi komið að hefja gróðursetningu í Skammadal , en eftir fyrstu sýn þar hafi enginn vafi verið að hefja gróðursetningu í reit þeim er við nú erum stödd í :
Er nú reitur þessi ,sem er í hlíð dalverpis ,sem ég hef ekki nafn á og er hlíðin orðin hin fegursta  og má ætla að stærstu og elstu tré séu um eða yfir 6 metrar .
Þegar é g man fyrst eftir var fjölmennt og talsvert mikið gróðurset og fengum við eitt hlass af húsdýraáburði  marga bakka af plöntum og öll áhöld ,sem til þurfti :
Nú er öldin önnur alveg bannað að nýta húsdýraáburð ,vegna vatnsverndar , en í stað þess smávegis af tilbúnum áburði , : Hvort það gerir sama gagn ,þori ég ekki um að dæma ,er samt hlynntari að spara ekki húsdýraáburð ,ef kostur er . Ennfremur er plöntumagn mun minna ,eða nú í ár aðeins 3 bakkar eða um  120 plöntur , lerki og fura , en að auki kom hr. Skógræktar snillingurinn Steinn G. Lundholm með nokkrar birkiplöntur og þökk sé honum vinsemdin .Þegar ætlun er að fara í reit þennan ,er fylgst vel með veðurspá og höfum við yfirleitt verið heppin ,og sjaldan ,sem nú . sólskin og hið fegusta veður . Þröstur jónsson fór fyrir hópnum af sínum einstaka myndarbrag og svo gróðurséniið Steinn G. Lundholm . Árni Óskarsson og frú sáu um grillið af sinni einstöku alúð og myndarskap. Undrar mig hversu þátttaka var lítil , ef til vill vegna síðbúins tíma , margir farnir úr borginni og fundist langt að fara fyrir kvöldstund þessa .Ekki man ég hve mörg við vorum en giska á um 12 og nokkrir krakkar .Ég hef alltaf hlakkað til þessara vordaga og koma í þennan yndislega reit okkar Kötlufélaga. Það hressir upp á félagsskapinn og vinskapinn í slíku umhverfi og rifjar upp gömlu gróðursetningardagana , sem hafa mér alltaf verið hinir ánægjullegustu .


Gróðursetning


Um allan geiminn ljómar ljósblátt vorið
svo langt sem augað sér.
Og lítil brum og litlar gróðurnálar
þau laumast til að heilsa þér,
og vorið,blessað vorið spyr og brosir:
Hvað villtu mér?

Og út í okkar garði er verk að vinna
og vinir bíða þín.
Og vorið spyr:Er ást þín góð og göfug,
er gjöful höndin þín við börnin mín,
er hugur þinn í ætt við sól og sumar-
-og sólin skín.

Þitt gæfugull er máske í moldu fólgið
og máske á þessum stað,
og því er gott að sjá þig vernda og vökva
hvern víðistilk og kornungt reyniblað.
Og þó það komi mold á hné og hendur,
þá hvað um það.

Og þá er gott í gullnu skini vorsins
að gegna dýrri kvöð:
Þú gróðursetur agnarlítinn anga
með aðeins fjögur pínulítil blöð,
svo rót hans verði sæl í sinni moldu
og sál hans glöð.

Og seinna þegar þú ert gamall maður
og þetta vaxið tré,
í skjóli þess þú situr máske og  minnist
þess morguns er þú beygðir hér þín kné.
Og blessað vorið yljar ástúð sinni
þín ellivé                                      Guðmundur Böðvarsson 1904-1974