Iðja endurhæfing fær peningagjöf frá Drangey.

Iðja endurhæfing fær peningagjöf frá Drangey.


Kiwanisklúbburinn Drangey afhenti Iðju endurhæfingu á Sauðárkróki peningagjöf á dögunum í tilefni af 50 ára afmæli Kiwanis á Íslandi þann 14. janúar sl. Hljómaði gjöfin upp á 200 þúsund krónur og var hún til efniskaupa. Að sögn Steins Ástvaldssonar forseta Kiwanisklúbbsins hefur sú hefð skapast hjá klúbbnum að veita gjafir þegar fagnað er merkisafmælum. Þegar Drangey varð 20 ára árið 1998 gaf klúbburinn sambýlinu á Sauðárkróki bifreið til afnota og á ný árið 2008, þegar klúbburinn fagnaði 30 ára afmæli.
Starfsmenn og skjólstæðingar Iðju voru afar þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þakkaði Jónína G. Gunnarsdóttir, forstöðukona, Kiwanismönnum kærlega fyrir við afhendinguna.

Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir