Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur.


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn s.l laugardag 5 apríl að Bíldshöfða 12 og hófst fundurinn kl 10.00, nokkur forföll voru vegna fræðslu verðandi forseta sem haldin var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði.
Eftir að Umdæmisstjóri hafði boðið fundarmenn velkomna var farið yfir reikninga síðasta starfsárs og fór Guðbjörg umæmisféhirðir síðasta starfsárs yfir reikning og kom starfsárið mjög vel út þó svo að farið hefði verið í út í húsakaup og framkvæmdir, og fékk síðasta sjórn hrós fyrir góðann árangur. Sami háttur var hafður á og síðast að skýrslur embættismanna voru sendar út rafrænt þannig að umræður um skýrslunar gátu farið fram á fundinum og mynduðust ágætar umræður um skýrslur sem birtar verða hér á heimasíðunni þegar fundargerðin liggur fyrir frá umdæmisritara. Arnaldur Mar formaður þingnefndar í Kópavogi kom í pontu og sagði frá undirbúningi þingsins sem gengur vel og búa menn vel af fyrri reynslu en þing var í Kópavogi síðast fyrir fjórum árum.
Formaður fjárhagsnefndar Arnór Pálsson kom næstur í pontu og fór yfir fjárhagsáætlun 2014-2015 og sagði Arnór m.a að nefndin væri búin að funda oft til að fara ofan í saumana á fjárhagsáætlun og koma henni saman. Að venju voru nokkurar umræður um fjárhagsáætlun og tóku menn til máls og vörpuðu fram spurningum og athugasemdum til nefndarinnar  eins og t.d þá verður þing út á landi á þessu starfsári og það sé alltaf dýrara en þingið 2015 verður í Vestmannaeyjum. Í umræðum komu margar góðar ábendingar sem vert er að skoða og að lokinni fjárhagsáætlun var tekið matarhlé og boðið upp á súpu og brauð að hætti hússins.
Að loknu matarhléi var komið að niðurstöðum starfshópa sem falið var að ræða tillögur Ragnars Arnar eins og oft hefur komið fram og reið Ragnar á vaðið en hann stjórnaði hópi um Fjölgun og leiðir til fjölgunar. Og kom meðal annars fram að hafa opinn kynningarfund í vor um málefni þessara nefnda svo allir verði vel upplýstir þegar kemur að þingi. Næsti hópur starfaði undir forystu Jóhönnu Einarsdóttur en þessi hópur fjallaði um Umdæmisþing og breytingar sem væru hugsanlegar á framkvæmd og einnig að gera þingin skilvirkari og gefa hinum almenna félaga greiðari aðgang aþð þingi og hafa málstofur og einnig kom fram að embættismenn gætu setið fyrir svörum í svona málstofum, einnig var rætt um vorþing o.fl.
Sæmundur Sæmundsson kom næstur í pontu en hann stjórnaði hóp um fræðslu, og þar kom fram að grípa jafnvel til harkalegri viðbragða ef menn skrópa í fræðslu sem menn eiga að mæta í. Einnig kom fram að setja jafnvel fræðslufulltrúa í Svæðin sem sæti svæðisráðstefnur og slíkt til að koma fræðslunni heim í hérað.
Óskar Guðjónsson kom næstur í pontu en hann stjórnaði hóp sem fjallaði um Kiwanisfréttir og heimsíðu en þessari vinnu er ekki alveg lokið að hálfu nefndarinnar en niðurstöður eiga að birtastu um eða eftir páska.
Ástbjörn Egilsson kom næstur en hann stjórnaði vinnuhóp sem fjallaði um Umdæmisstjórnarfundi, tímasetningar, tíðni og fyrirkomulag og kom margt áhugavert fram í þessum tillögum.
Í liðnum önnur mál hafði borist bréf frá Kaldbak og Emblum um að halda Umdæmisþing , umræðum um breytingu á nefndum, ný umdæmislög og stífkrampaverkefnið.
Síðan var góðum fundi slitið.
 
Myndir má sjá HÉR