Samvinna um skipulagða ristilspeglun

Samvinna um skipulagða ristilspeglun


Vegna átaks Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og HS varðandi samvinnu um skipulagða ristilspeglun, hefur forsvarsmönnum fyrirtækja verið boðið að koma á kynningarfund um átakið sem haldinn verður á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki í kvöld, 8. apríl nk. Kl 20:00.
Á fundinum munu læknateymi og forstjóri stofnunarinnar, ásamt Ásgeiri Böðvarssyni meltingarsérfræðingi, kynna faglegan þátt átaksins, auk þess sem Ásgeir verður með speglunartæki til sýnis. Óskað er eftir að viðtakendur bréfs um fundinn láti vita hvort þeir þiggi boð um á mæta á fundinn, í netfangið gottigogginn@simnet.is.
Kiwanisklúbburinn Drangey hefur í allmörg ár látið til sín taka í samfélagsmálum í Skagafirði og lagt áherslu á að það styrktarfé sem klúbburinn aflar nýtist heima í héraði. Má þar nefna stuðning við Íþróttafélagið Grósku, bílakaup fyrir sambýli fatlaðra og kynningar- og fræðsluátak um krabbamein í meltingarvegi og þvagfærum. Í ár er Karlakórinn Heimir sérstakur styrktaraðili Krabbameinsfélags Skagafjarðar og átti kórinn stóran þátt í fræðsluráðstefnu sem haldin var 11. mars sl. og tókst með miklum ágætum.
Til að vekja athygli Skagfirðinga á nauðsyn skimunar fyrir ristilkrabbameini hefur Kiwanisklúbburinn nú hafið samstarf við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki um könnun á skipulagðri ristilspeglun. Ljóst að sá tækjabúnaður sem fyrir er á stofnuninni er ekki nægjanlegur og því stendur til að hrinda af stað fjársöfnun meðal fyrirtækja í Skagafirði. Safnað yrði fyrir speglunartæki og svokölluðu speglunarátaki, þar sem áformað að á fimm ára tímabili, frá árinu 2015, verði öllum 55 ára einstaklingum boðið upp á speglun sér að kostnaðarlausu.
 
www.feykir.is greindi frá