Fréttir

Jólaball Kiwanisfélaga á Akureyri var haldið 29.Des 2012

  • 30.12.2012

Jólaball Kiwanisfélaga á Akureyri var haldið 29.Des 2012

Okkar árlega jólatrésball var haldið í sal K.F.U.M og K. Laugardaginn 29. des 2012.
Mætingin þetta árið var með allveg eindæmum Góð og höfðu elstu félagar ekki séð svona marga saman komna lengi við þetta tilefni, það heimsóttu okkur þrír hinir ágætustu jólasveinar sem að heilluðu börn sem og aðra viðstadda með söng og góðum gjöfum úr pokunum sínum.
 

Skötuveisla Eldeyjar 2012

  • 29.12.2012

Skötuveisla Eldeyjar 2012

Hin árlega skötuveisla Eldeyjar í Kópavogi var haldin í Eldeyjarhúsinu á Smiðjuvegi 23.desember sl. Þetta var glæsileg veisla og greinilegt að hópurinn hefur sem hefur verið að koma árlega fer stækkandi.

Eldey styrkir Íþróttasamband fatlaðra

  • 27.12.2012

Eldey styrkir Íþróttasamband fatlaðra

Félagar úr Kiwanisklúbbnum Eldey komu færandi hendi á skrifsofu Íþróttasambands fatlaðra þar sem þeir afhentu Sveini Áka Lúðvíkssyni gjafabréf að upphæð kr. 100 þúsund sem stuðning klúbbsins við þátttöku Íslands í Norrænu barna- og unglingamóti og Vetrarleikum Special Olympics 2013.

Flugeldasala

  • 27.12.2012

Flugeldasala

Flugeldasala Skjálfanda á Húsavík hefst á morgun (föstudaginn 28. desember).

Jólamánuðurinn

  • 27.12.2012

Jólamánuðurinn

Að venju er desember nokkuð annasamur hjá félögum í Skjálfanda.

Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir

  • 25.12.2012

Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir

Það er hefð fyrir því að félagar í Helgafelli heimsæki Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðir og Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum á aðfangadagsmorgun, en tilefnið er að afhenda jólasælgæti og fara með smá jóladagskrá. Dagskráin hófst á því að Magnús Benónýsson fráfarandi forseti sagði nokkur orð í forföllum forseta sem var upptekinn í Kertasníkis.

Gleðileg jól !

  • 24.12.2012

Gleðileg jól !

Kiwanisklúbburinn Eldfell óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Kærar þakkir fyrir stuðninginn og skemmtileguheitin á árinu sem nú tekur senn enda. 

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir vistmenn á Vistheimilinu Bjargi.

  • 22.12.2012

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir vistmenn á Vistheimilinu Bjargi.

21. desember s.l. heimsóttu tveir Heklufélagar Vistheimilið Bjarg og gáfu vistmönnum jólagjafir.
Þetta hafa Heklufélagar gert undanfarandi 16 ár. Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn og þeir segja að
jólin megi koma þegar Heklufélagar hafa heimsótt þá. Eftir farandi
texti er fenginn af heimasíðu Vistheimilisins.

Gleðileg jól

  • 22.12.2012

Gleðileg jól

Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Gleðileg jól

  • 18.12.2012

Gleðileg jól

 Jörfa félagar óska öðrum Kiwanis félögum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Taumlaus gleði hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg

  • 18.12.2012

Taumlaus gleði hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg

Eftir að hafa selt sælgæti frá Góu líkt og enginn væri mogrundagurinn í nóvember, og fengið dr.Gunna til að kinna bókina sína Stuð vors lands  tók desembermánuður við þar sem ríkti taumlaus gleði hjá okkur Sólborgarkonum.
þann 4.desember var hið árlega jólabingó Sólborgar haldið í Flensborgarsólanum.  Vinningarnir  voru af stærri gerðinni þar sem bingóstjói Sólbogar, Erla María  var farin að óska eftir því við félaga að koma ekki með meira til sín þar sem stofan hennar var orðin yfir full af dóti sem sett var saman í 12 frábæra vinninga.

Ós afhendir gjafabréf

  • 18.12.2012

Ós afhendir gjafabréf

Í dag 18. desember var Félagsþjónustu Hornafjarðar afhent 10 gjafabréf á 40.000 kr matarúttekt hvert gjafakort í Nettó. Gefendurnir eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gefur 325 þúsund og Nettó bætti við 75 þúsund við gjöf þeirra Ós-félaga. Forseti Óss og Pálmi Guðmundsson verzlunarstjóri í Netto afhenti gjafabréfin ásamt Hauki Sveinbjörnssyni kjörforseta Óss og Stefán Brandi fyrrverandi svæðisstjóra Sögusvæðis.
 

Eldey styrkir Leikskólann Efstahjalla

  • 18.12.2012

Eldey styrkir Leikskólann Efstahjalla

Þeir Eyþór Einarsson og Reynir Þór Friðþjófsson félagar úr Kiwanisklúbbnum Eldey fóru

fyrir stuttu síðan og afhentu Leikskólanum Efstahjalla styrk sem var Ipad tölva og

hugbúnaður fyrir kr.  150,000,-.

Fjölsmiðjan styrkt af Eldey

  • 17.12.2012

Fjölsmiðjan styrkt af Eldey

Eldey fékk á almennan fund þann 5.desember sl. Þorbjörn Jensson forstöðumann Fjölsmiðjunnar í Kópavogi.

Frá Hjálmanefnd

  • 17.12.2012

Frá Hjálmanefnd

Hjálmanefnd er komin á fullt við undirbúning næstu hjálmaafhendingu og hef ég fengið með mér í nefndina þrjá vaska félaga frá Óðins,-Sögu- og Ægissvæði.  Ég er þá fyrir Freyjusvæðið.
Nefndin lítur þá svona út:
Haraldur Finnsson Jörfa fyrir Freyjusvæði
Ólafur Jónsson Drangey fyrir Óðinssvæði
Hilmar Adolfsson Eldfelli fyrir Sögusvæði
Petrína Ragna Pétursdóttir Sólborgu fyrir Ægissvæðið.

Styrkir Eldfells í jólamánuðinum

  • 16.12.2012

Styrkir Eldfells í jólamánuðinum

Kiwanisklúbburinn Eldfell styrkir nú í desember tvo aðila og er þetta í fyrsta sinn sem klúbburinn stimplar sig inn fyrir jólinn og sýnir það að félagsskapurinn er svo sannarlega á réttri leið.  Þeir aðilar sem að þessu sinni eru styrktir eru Klettaskóli, sem fékk iPad að gjöf og AHC-samtökin voru styrkt með fjárframlagi.  Hafa báðir aðilar sýnt og vilja koma á framfæri þakklæti til klúbbféalga og Kiwanishreyfingarinnar.  Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu á iPad til Klettaskóla s.l. fimmtudag.

Jólafundur Eldfells

  • 16.12.2012

Jólafundur Eldfells

Jólafundur Eldfells var haldinn 7. desember s.l. og er óhætt að segja að skemmtinefndin hafi staðið sig með stakri prýði að öllum undirbúningi.  Pétur Þorsteinsson frá Óháða söfnuðinum var gestur fundarins og fór þar með tölu, söng jólalag og gladdi félaga með nærveru sinni.  Spurningakeppnin alræmda var á sínum stað auk þess sem boðið var uppá hraðbingo af bestu gerð.  Á fundinum voru tilkynntir fyrirhugaðir styrkir styrktarnefndar fyrir þessi jól við góðar undirtektir.

KIEFupdate

  • 16.12.2012

KIEFupdate

Út er komið nýtt fréttabréf Evrópustjórnar KIEFupdate en þetta er fafrænt fréttabréf í pdf formi og má nálgast það hér neðar á síðunni.

Mosfell styrkir Reykjadal

  • 15.12.2012

Mosfell styrkir Reykjadal

Laugardagsmorguninn 15. desember komu nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Mosfelli saman í Reykjadal, sumardvalarheimili  Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og afhentu Sólveigu Hlín Sigurðardóttur forstöðumanni  heimilisins  300 þúsund króna styrk til reksturs helgarvistunar barna þar í vetur. 
 

Jólafundur styrkveiting og gullstjarna

  • 15.12.2012

Jólafundur styrkveiting og gullstjarna

 Jólafundur Kiwanisklúbbsins Jörfa  var haldinn föstudaginn 14. desember s.l  í    Brodway  við Ármúla. Séra Þór Hauksson flutti jólahugvekju eins og undanfarin ár. Kiwanisklúbburinn Jörfi færði Umhyggju  félag langveikra barna styrk sem var ágóði af sviðaveislu Jörfa í haust. Þá fékk Jón Jakob Jóhannesson gullstjörnu fyrir frábær störf í Jörfa.
 
GHG