Frá Hjálmanefnd

Frá Hjálmanefnd


Hjálmanefnd er komin á fullt við undirbúning næstu hjálmaafhendingu og hef ég fengið með mér í nefndina þrjá vaska félaga frá Óðins,-Sögu- og Ægissvæði.  Ég er þá fyrir Freyjusvæðið.
Nefndin lítur þá svona út:
Haraldur Finnsson Jörfa fyrir Freyjusvæði
Ólafur Jónsson Drangey fyrir Óðinssvæði
Hilmar Adolfsson Eldfelli fyrir Sögusvæði
Petrína Ragna Pétursdóttir Sólborgu fyrir Ægissvæðið.
Undirbúningurinn verður með öðrum hætti en síðasta ár.  Verkaskiptingin milli okkar og Eimskip er þannig að við eigum að afla allra upplýsinga frá skólunum varðandi fjölda og litaval.  Hjálmarnir verða í tveimur litum eins og undanfarið.  Eimskipsmenn fá síðan lista yfir hvert þeir eiga að senda hjálmana, viðtakanda og fjölda í hverjum lit.  Miðað er við að hjálmarnir verði komnir á afangastaði og tilbúnir til afhendingar 15.apríl.  Afhending verður síðan með ýmsum hætti eftir því hvernig svæðin og klúbbarnir skipulegga hana.
Þar sem engir Kiwanisklúbbar eru nálægir þá verða skólarnir að sjá sjálfir um afhendinguna.   Hugmyndir eru þó uppi um að fá vaska Kiwanismenn til að fara í fleiri skóla en áður til afhendingar.  Okkur finnst það skipta máli fyrir okkur sem hreyfingu að vekja athygli á þessu merkilega framtaki okkar og Eimskips. Það er nokkuð sem kemur frekar í ljós þegar nær dregur.
Eimskip sendi meðfylgjandi bréf ásamt konfektkassa í alla skóla með 1. bekk í síðustu viku.  Það er til að vekja athygli á verkefninu. Í kjölfarið mun nefndin senda tölvupóst í skólana og óska eftir nauðsynlegum upplýsingum, fjölda og litaval.
 
Kveðja
Haraldur Finnsson formaður Hjálmanefndar