Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir vistmenn á Vistheimilinu Bjargi.

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir vistmenn á Vistheimilinu Bjargi.


21. desember s.l. heimsóttu tveir Heklufélagar Vistheimilið Bjarg og gáfu vistmönnum jólagjafir.
Þetta hafa Heklufélagar gert undanfarandi 16 ár. Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn og þeir segja að
jólin megi koma þegar Heklufélagar hafa heimsótt þá. Eftir farandi
texti er fenginn af heimasíðu Vistheimilisins.
"Vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi veitir langtíma geðfötluðum
einstaklingum heimili. Það er pláss fyrir 12 einstaklinga.
Hjálpræðisherinn á og rekur heimilið, sem er á föstum fjárframlögum
frá Heilbrigðisráðuneytinu.
Heimilið hefur starfað síðan 1968, og einn vistmannanna hefur búið þar
frá byrjun."

Bestu jólakveðjur til allra Kiwanis félaga.

Birgir Benediktsson
forseti Heklu