Ós afhendir gjafabréf

Ós afhendir gjafabréf


Í dag 18. desember var Félagsþjónustu Hornafjarðar afhent 10 gjafabréf á 40.000 kr matarúttekt hvert gjafakort í Nettó. Gefendurnir eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gefur 325 þúsund og Nettó bætti við 75 þúsund við gjöf þeirra Ós-félaga. Forseti Óss og Pálmi Guðmundsson verzlunarstjóri í Netto afhenti gjafabréfin ásamt Hauki Sveinbjörnssyni kjörforseta Óss og Stefán Brandi fyrrverandi svæðisstjóra Sögusvæðis.
 
Jón Kristján Rögnvaldsyni félagsmálastjóri veitti gjafabréfunum móttöku og verður þetta vonandi kærkominn jólaglaðningur í okkar litla bæjarsamfélagi.

Meðal fjáröflunarleiða Kiwanisklúbbsins er sala á jólatrjám og er þessi gjöf ágóði hennar, einnig selja þeir úrvals lakkrískonfekt framleitt hjá Sælgætisgerðinni Freyju hér á Höfn.

Jólatréin sem seld eru hér núna eru úr skógræktinni í Suðursveit nema Norðmannsþinururinn sem fluttur er inn frá Danmörku með hjálp frá Hússmiðjunni. Ennfremur eru við með nokkur blágreni frá Egilsstöðum.

Félagar í Kiwanisklúbbnum eru í dag 23 og stefnum við á fjölgunarátak eftir áramót en þá verður félagaátak og verður
Hornfirskum karlmönnum boðið á kynningarfund hjá Ós. Eru öllum hressum Hornfirskum karlmönnum boðið á þennan fund.
Verður þetta auglýst nánar eftir áramót. Áhugasömum er bent á að tala við næsta Kiwanisfélaga.

Óskum við hjá Kiwanisklúbbnum Ós öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Geir Þorsteinsson forseti Kiwanisklúbbsins Óss
Sigurður Einar Sigurðsson ritari Kiwanisklúbbsins Óss