Taumlaus gleði hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg

Taumlaus gleði hjá Kiwanisklúbbnum Sólborg


Eftir að hafa selt sælgæti frá Góu líkt og enginn væri mogrundagurinn í nóvember, og fengið dr.Gunna til að kinna bókina sína Stuð vors lands  tók desembermánuður við þar sem ríkti taumlaus gleði hjá okkur Sólborgarkonum.
þann 4.desember var hið árlega jólabingó Sólborgar haldið í Flensborgarsólanum.  Vinningarnir  voru af stærri gerðinni þar sem bingóstjói Sólbogar, Erla María  var farin að óska eftir því við félaga að koma ekki með meira til sín þar sem stofan hennar var orðin yfir full af dóti sem sett var saman í 12 frábæra vinninga.
Má segja að þetta bingó hafi farið fram úr öllum okkar vonum þó svo að það hafa mátt sjá meiri mætingu. Allir fóru þó glaðir heim sér í lagi vinningshafar þar á meðal undirrituð sem fékk þó bara aukavinning. Allur ágóði af bingóinu fer í styrktarsjóða þó svo að 10% fari í leigu þá tökum við það aftur út úr styrktarsjóðunum því greiðslan fer til tækjakaupa hjá starfsbraut skólans.
Það var svo fimmtudaginn 6.desember að  Kiwanisklúbbarnir Sólborg, Eldborg og Hraunborg afhentu Heimiliu að Svöluhrauni 19 í Hanfarfirð i sófasett. En forstöðukona þessa heimilis hafði sent beiðni um styrki til kaupa að á sólum. Vað það okkur mikil gleðia að geta sameinast við kaupin og ekki dró það út gleiði okkar að afhendingin væri rétt fyrir þeirra aðvengtugleði þar sem heimilisfólk og fölskyldur þeirra koma saman í aðdraganda jóla.
Þann 12.12.2012 var Kiwansiklúbburinn Dyngja formlaga vígður  og var sá dagur okkur í Sólborg sérstakur gleðidagur því það var verið að klippa á naflastenginn á barninu okkar.  Var þessi stund fjölment af félögum úr heryfingunni. Svæðisstjóri Freyjusvæðis sá um innsetningu stórnar með aðstoð frá foseta Sólborgar Emelíu Dóru og Svæðisstjóra Ægissvæðis Konráði.  Umdæmisstjóri Hjördís Harðardóttir var sú allra kátasta  því það má sega að hún sé guðmóðir þessa klúbbs  en hún var formaður kvennanefndar þegar undirbúningur að þessari vinnu hófst. Meigum við öll í Kiwanishreygingunni vera stolt af störum hennar á þessum vetvangi sem og öðrum. Óskum við þeim konum í Kiwanisklúbbnum Dyngju til hamingur og vitum við að kraftar þeirra munu koma okkur öllum til góða. Við í Kiwanisklúbbnum Sólborg erum allar stoltar af barninu okkar.
Það var svo daginn eftir að Kiwanisklúbbuirnn Sólborg hélt sinn árlega jólafund þar sem félagar koma saman ásamt mökum, borða góðan mat félagar gefa jólavini gjöf sem og allir makar fá gjöf frá klúbbnum. A þennan fund bjóðum við eklum látinna félaga til okkar. En þessi fundur var okkur sérstaklega góður þar sem við tókum inn 2 nýja félaga sem hafa verið að mæta á fundi hjá okkur, þessar tvær konur voru mjög öflugar bæði við öflun á vinningum fyrir jólabingóið sem og sölu á nammaikössunum telja því félagar í Kiwanisklúbbnum Sólborg nú 28 félga .
Félagar í Kiwanisklúbbnum Sólborg óskar öllum félögum í hreyfingunni og fjölskyldum þeirra gleðirlegar jóla með ósk um gæfur á komandi árs.
Dröfn Sveinsdóttir blaðafulltrúi Sólborgar.
 
Frá vígslu Dyngju
 
Nýjir félagar í Sólborgu