Fréttir

Frá Kvennanefnd

  • 10.06.2012

Frá Kvennanefnd

Þriðjudaginn 12. júní n.k. kl.17 ætlum við í Kvennanefndinni að vera með hitting fyrir konur sem eru ekki að vinna úti og hefðu áhuga á að stofna klúbb þar sem hist yrði að deginum.
Góður vettvangur til að hitta aðrar konur í sömu sporum, spjalla og láta gott af sér leiða í leiðinni. Þetta verður í  Cafe Flóru, Listihúsinu í Grasagarðinum.
Allar konur eru velkomnar og endilega takið með ykkur gesti. Nánari upplýs. hjá Guðbjörgu 695-3669.

International Trustee

  • 10.06.2012

International Trustee

Í dag var Óskar Guðjónsson kosinn Intenational trustee hér á Evrópuþinginu í Bergen í Noregi, en Óskar er fyrsti íslendingurinn til að gegna þessu embætti síðan Eyjólfur f.v heimsforseti gegndi því. Þetta er mikill heiður fyrir okkar umdæmi og Óskar og óskum við Kiwanisfélagar honum velfarnaðar í þessu nýja embætti sínu og um leið innilegar hamingjuóskir með afmælið.

Sundmót Helgafells.

  • 07.06.2012

Sundmót Helgafells.

Sundmót Helgafells eða Kiwanissundmótið eins og það þekkist hér var haldið í síðustu viku. Kiwanisklúbburinn Helgafell gefur verðlaun á mótinu en allir þáttakendur fá viðurkenningarskjal. Þeir sundmenn sem bæta sig mest milli ára fá Kiwanisbikarinn til varðveislu í eitt ár.

Vinnurferð í Heiðmörk

  • 06.06.2012

Vinnurferð í Heiðmörk

 Það var þurrt og sólarglæta 6.júní þegar Jöfafélagar mættu í lundinn sinn í Heiðmörk.
Makar, börn og barnabörn þeirra voru einnig mætt þarna
Það var tekið til hendinni, borið á og hreinsað til.
Svo voru grillaðar pylsur í lokin áður en fólk hélt satt og ánægt heim aftur.

GHG

Afhending hjálma hjá Ós.

  • 05.06.2012

Afhending hjálma hjá Ós.

Börnin í 1 bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu óvænta heimsókn I skólann síðast liðinn föstudaginn 1 júní, en þar voru á ferðini Mica, Róbert, Olgeir, Haukur, Guðjón, Ögmundur og Stefán Brandur allir félagar úr kiwanisklúbbnum Ós. Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma sem eru gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhenda hjálma.

  • 05.06.2012

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhenda hjálma.

Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ á annað hundrað hjálma fyrir framan húsnæði klúbbana að Iðavöllum 3 sl. fimmtudag.  Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum í sól og blíðu.

 

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálma.

  • 05.06.2012

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálma.

Heklufélagar afhentu hjálmana í eftirtalda skóla í þessari viku og þeirri síðustu: Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðaskóla, Öskjuhlíðarskóla, Grunnskóla Seltjarnarness og Hjallastefnuskóla. Samtals voru þetta 247 börn. Það var hjálmanefndin okkar ásamt forseta sem afhentu hjálmana. Börnin voru beðin um að fá foreldra til að stilla hjálmana fyrir hvert barn þannig að hjálmurinn passaði vel og hjóla aldrei án hjálms. Það var mikil tilhlökkun hjá börnunum og ánægja skein úr hverju andliti, eins og myndirnar sýn. 

Niðurstöður könnunar

  • 05.06.2012

Niðurstöður könnunar

Þá er lokið könnun sem var í gangi hér á síðunni um hjálmaverkefnið, og það er greinileg óánægja með framkvæmdina  eins og hún er í dag og þarf greinilega að taka þetta til endurskoðunar.

Skiluðu af sér vitanum í gær

  • 02.06.2012

Skiluðu af sér vitanum í gær

“Við ætluðum okkur að klára hann í maí og það tókst” sagði Benedikt Kristjánsson Kiwanismaður í veðurblíðunni á Húsavíkurhöfða í gær.

Sumarferð með íbúa Hrafnistu

  • 31.05.2012

Sumarferð með íbúa Hrafnistu

24. maí fóru Heklufélagar með íbúa Hrafnistu Reykja vík í hina árlegu sumarferð. Farið var í tveimur rútum og mættu nú um 60 mans auk Heklufélaga.  Nú var farið upp í Mosfellsbæ og ekið í gegnum Álafosskvosina upp að Hafravatni og komið niður á Suðurlandsveg við Geitháls síðan var ekið um Rauðhóla og í gegnum Heiðmörk og komið niður í Garðabæ og farið í kaffi  í Safnaðarheimili Bústaðarkirkju sem kvenfélag safnaðarins sá um.

Málun Fiskiðjunar

  • 31.05.2012

Málun Fiskiðjunar

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á nýja Vigtartorginu við smábátahöfnina en framkvæmdir ná hámarki í dag, fimmtudag og á morgun. Þá gefst Eyjamönnum, ungum sem öldnum, tækifæri til að mæta á svæðið, taka þátt við að smíða, mála eða gróðursetja,

Komu heim á bæ með reiðhjólahjálm handa heimasætunni

  • 29.05.2012

Komu heim á bæ með reiðhjólahjálm handa heimasætunni

Eins og allir í samfélagi okkar vita eru fjaðrir Kiwanismanna bæði margar og fallegar.

Hjálmaafhending Jörfafélaga

  • 29.05.2012

Hjálmaafhending Jörfafélaga

  Eins og undanfarin ár sér Jörfi um að afhenda reiðhjólahjálma  þetta er orðin fastur liður á vorin hjá Kiwanisfélögum.

Tveir félagar í Jörfa þeir Jón Jakob  og Guðm.Helgi afhentu í dag  nemendum Árbæjarskóla hjálma við mikinn fögnuð nemanda.

 

Baldur og Sigursteinn fóru í Sæmundarskóla og Ingunnarskóla í dag og afhentum þar 114 stk hjálma og fengum þar frábærar móttökur eins og myndirnar sýna.

 

Jörfa félagar afhenta hjálma í Ártúnsskóla ,Norðlingaskóla, Selásskóla, Árbæjarskóla, Ingunnarskóla, Sæmundarskóla og Dalsskóla.

 Sjá myndir hér

GHG

 

 

Hjálmadagur Kaldbaks og Emblu

  • 24.05.2012

Hjálmadagur Kaldbaks og Emblu

Laugardaginn 19. maí afhentu kiwanisklúbbarnir Kaldbakur og Embla reiðhjólahjálma til allra 7 ára barna á Akureyri og nágrenni. Afhendingin var með hefðbundnu sniði, börn og fullorðnir komu að ná í hjálma og þáðu veitingar í boði klúbbanna. Efnt var til happdrættis og fengu tvö börn reiðhjól í vinning.

Netsöfnun Eldfells

  • 23.05.2012

Netsöfnun Eldfells

Kiwanisklúbburinn Eldfell er um þessar mundir að hefja sína fyrstu fjáröflun, og á ágóði af henni að renna til styrktar og tækjakaupa í sjúkraklefa varðskipsinns Þór, en tækjabúnaður er víst ekki upp á marga fiska í svona nýju og glæsilegur skipi.
Hér að neðan er linkur inn á netsöfnun þeirra, en hún fellst í því að kaupa minnislykla.

Kiwanismenn mála vitann á Húsavíkurhöfða

  • 22.05.2012

Kiwanismenn mála vitann á Húsavíkurhöfða

Í dag var hafist handa við að háþrýstiþvo Húsavíkurvita sem síðan verður málaður og þó fyrr hefði verið segja sumir.

Hjálmadagur Helgafells

  • 19.05.2012

Hjálmadagur Helgafells

í morgun kl 11.00 hófst  Hjámadagur Helgafells. Þá mæta yngstu nemendur grunnskólans við Kiwanishúsið við Strandveg og fá afhenta reiðhjólahjálma, en þetta er landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og unnið í samstarfi við Eimskip. Hjá okkur Helgafellsmönnum koma Eykyndilskonur að þessu með okkur ásamt Lögreglu.
 
        

Aðalfundur Skjálfanda

  • 17.05.2012

Aðalfundur Skjálfanda

Aðalfundur Skjálfanda var haldinn um síðustu helgi á Narfastöðum í Reykjadal.

Aðalfundur Kötlu var haldin 12. maí 2012 - Óvissuferð

  • 13.05.2012

Aðalfundur Kötlu var haldin 12. maí 2012  - Óvissuferð

Farið var frá Glersalnum í Kópavogi, ekið sem leið lá að sögusafninu í Perlunni. Þar er merkilegt safn þar sem notaðar eru mjög raunsæislegar eftirmyndir af fólki í hlutverki forfeðra okkar sem settar eru í 17 mismunandi leikmyndir til að lýsa þáttum úr Íslandssögunni, allt frá því fyrir landnám fram að siðaskiptum.

Fyrsta fjáröflun Eldfells !

  • 11.05.2012

Fyrsta fjáröflun Eldfells !

Kiwanisklúbburinn Eldfell er í sinni fyrstu fjáröflun, en hún felst í að selja 8GB minnislykla á kr. 4.000 til að styrkja sjúkraklefa varðskipsins Þórs.
 
Hér er hægrameginn á síðunni er "banner"  sem vísar á heimasíðu Eldfells ef klikkað er á hann, þar sem sjá má kynningarefni varðandi þessa söfnun og er stefnt að því að afhenda gæslunni þetta á hátíð hetjum hafsins (sjómannadaginn).