Afhending hjálma hjá Ós.

Afhending hjálma hjá Ós.


Börnin í 1 bekk Grunnskóla Hornafjarðar fengu óvænta heimsókn I skólann síðast liðinn föstudaginn 1 júní, en þar voru á ferðini Mica, Róbert, Olgeir, Haukur, Guðjón, Ögmundur og Stefán Brandur allir félagar úr kiwanisklúbbnum Ós. Erindið sem þeir áttu við börnin var að færa þeim vandaða reiðhjólahjálma sem eru gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip sem er styrktaraðili verkefnisins
Þegar krakkarnir voru búnir að setja upp hjálmana var ítrekað við þau mikilvægi þess að vera með hjálm þegar farið væri út að hjóla. Krakkarnir samþykktu það samstundis og lofuðu að gleyma þvi aldrei. Krakkar voru mjög ánægð með heimsóknina eins og sést á myndinni sem Mica tók.