Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálma.

Heklufélagar afhenda reiðhjólahjálma.


Heklufélagar afhentu hjálmana í eftirtalda skóla í þessari viku og þeirri síðustu: Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðaskóla, Öskjuhlíðarskóla, Grunnskóla Seltjarnarness og Hjallastefnuskóla. Samtals voru þetta 247 börn. Það var hjálmanefndin okkar ásamt forseta sem afhentu hjálmana. Börnin voru beðin um að fá foreldra til að stilla hjálmana fyrir hvert barn þannig að hjálmurinn passaði vel og hjóla aldrei án hjálms. Það var mikil tilhlökkun hjá börnunum og ánægja skein úr hverju andliti, eins og myndirnar sýn. 
Hjálmanefndin okkar er skipuð þeim; Jón Gr. Guðmundsson formaður, Þorsteinn Sigurðsson og Garðar Hinriksson. Forseti Hekluklúbbsins er Axel Bender.
Kiwanisklúbburinn Hekla vil þakka Eimskip hf. fyrir samstarfið í þessu verkefni.

Kveðja.

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.