Sumarferð með íbúa Hrafnistu

Sumarferð með íbúa Hrafnistu


24. maí fóru Heklufélagar með íbúa Hrafnistu Reykja vík í hina árlegu sumarferð. Farið var í tveimur rútum og mættu nú um 60 mans auk Heklufélaga.  Nú var farið upp í Mosfellsbæ og ekið í gegnum Álafosskvosina upp að Hafravatni og komið niður á Suðurlandsveg við Geitháls síðan var ekið um Rauðhóla og í gegnum Heiðmörk og komið niður í Garðabæ og farið í kaffi  í Safnaðarheimili Bústaðarkirkju sem kvenfélag safnaðarins sá um.
Þar tók á móti okkur séra Pálmi Matthíasson, hann bauð fólk velkomið og lýsti kirkjunni og fór með hugvekju.  Svava Kristín Ingólfsdóttir söng , án undirspils. Oddgeir Indriðason forseti Heklu og Björn Pálsson formaður Hrafnistunefndar þökkuðu fyrir móttökurnar. Þetta mun vera í 48. sinn sem Heklufélagar fara með íbúa Hrafnistu í sumarferð.
Heklufélagar þakka öllum stuðningsaðilum fyrir veittan stuðning.  7 félagar og 4 eiginkonur mættu til að aðstoða. 

Með sumarkveðju.
Birgir Benediktsson
ritari Heklu.