Heklufréttir

Heklufréttir


19. febrúar var almennurfundur hjá Heklu félögum. Að þessu sinni var ræðumaður kvöldsins
Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðismanna.
Eins og menn vita eru kosningar í vor og er sjálfsagt að heyra í þingmönnum, hvað þeir hafa að bjóða upp á.
Jón fjallaði um rammaáætlunina út frá skoðunum sjálfstæðismanna og hvað Landsvirkjun
gæti lagt til þjóðarbúsins ef rétt væri haldið á spilunum.
 Hann svaraði nokkrum fyrirspurnum, um skuldavanda heimilana, þjóðarsátt og gengiðmálin.
Þökkum við Jóni fyrir gott erindi og góð svör.
Einnig læt ég fylgja myndir frá fundi Heklufélaga á Gamlársdag, þá
heimsóttum við
vinnustofu Stefáns Sigurðssonar listmálara, sem er einn af félögum Heklu.

Kveðja.
Birgir Benediktsson forseti Heklu.