Fjölgunar og fræðsluráðstefna í Hafnarfirði

Fjölgunar og fræðsluráðstefna í Hafnarfirði


Um helgina var haldin fjölgunar og fræðsluráðstefna á Hótel Hafnarfirði og var mæting mjög góða eða um sjötíu manns. Hjördís Harðardóttir umdæmisstjóri setti ráðstefnuna stundvíslega kl 13.00 á laugardeginum með ávarpi og síðan tók Dröfn Sveinsdóttir  kjörumdæmisstjóri við og flutti smá ávarp og einnig ávörpuðu í byrju Guðmundur Skarphéðinsson Formaður útbreiðslu og fjölgunarnefndar og Ragnar Örn Pétursson Formaður nýklúbbanefndar Evrópu.
Að lokinni setningunni var hópnum skipt upp í tvær vinnustofur, en fjögur málefni voru á dagskrá sem skiptist um kaffihléð. Gunnsteinn svæðisstjóri Óðnssvæðis hóf málefnið Stofnun klúbba, stuðningur við þá og klúbba í erfiðleikum, Gunnsteinn hóf smá formála og leyfið síðan starx umræður . Næsta málefni var Nýjir klúbbar, hvenig höldum við í nýja félaga þessum umræður stjórnaði Guðmundur Skarphéðinsson. Málefni 3 var um Konur í Kiwanis, sem Guðbjörg Pálsdóttir umdæmisféhirði og f.v formaður kvennanefndar sá um og síðan ungliðar í Kiwanis sem var í umsjón Óskars Guðjónssonar. Málefni 4 var síðan Hvernig komum við Kiwanis á framfæri en þessari málstofu stjórnaði Ragnar Örn Formaður nýklúbbanefndar Evrópu.
Í öllum málstofum mynduðust góðar og fróðlegar umræður og margir góðir punkta komu fram sem vert er að skoða fyrir stefnumótun til framtíðar.
Að lokum var farið lauslega yfir niðurstöður dagsins og að því flutti Hjördís smá loka ávarp og síðan var tekið hlé ftam til kl 19.30 en þá var við sameiginlegan kvöldverð þar sem gestir ræddu málin og kynntust betur, já það er Gaman Saman í Kiwanis.
Dagskrá sunnudagsinns hófst kl.9.00 og var að þessu sinni verið í tveimur sölum annarvega var Fræðsla verðandi  svæðisstjóra og forseta í umsjón Hildisifjar og fræðslunefndarinar og í hinum salnum var samantekt fjölgunarteymis og drög að stefnumótun. Undir hádegi var dagskrá lokið og ráðstefnugestir fóru að týnast til sins heima, og var ekki annað að heyra en að gestir ráðstefnunar væru hæst ánægðir með framkvæmd og niðurstöðu.

TS.
 
Myndir má nálgast HÉR