Fréttir úr umdæminu.

Fréttir úr umdæminu.


Frá upphafi starfárs hefur verið nóg að gera í umdæminu. Svæðisstjórarnir farið milli klúbba og skipt um stjórnir í klúbbunum og hefur undirrituð fengið að vera viðstödd nokkur stjórnarskipti. Kiwanisklúbbarnir Eldfell og Katla hafa flutt sína fundi í Kiwanishúsið að Bíldshöfða 12, hef ég ekki orðið vör við annað en sátt sé með þau húsakynni, þó svo að nokkuð sé í land að allt sé klárt en góðir hlutir gerast hægt, en þó hafa klúbbarnir fengið sína skápa undir dótið sitt, bætt hefur verið við salerni, smíðaður bar inni í sal svo eitthvað sé nefnt.
Skipuð hefur verið hússtjórn með fulltrúum frá þessum tveimur klúbbum sem og framkvæmdaráði en hún er þannig skipuð Eyþór K. Einarsson frá framkvædaráði , Árni Jóhannesson frá Kötlu og Sigurjón Gunnlaugsson frá Eldfelli. Einnig hefur verið ráðin kona að nafni Sveinsína Björg til að sjá um útleigu á salnum fyrir okkar hönd. Einnig er hún tilbúin til að vera með klúbbunum sé þess óskað.
Mikið hefur verið um tiltektir hjá klúbbunum á haustdögum, en það er ekki að heyra annað en nú sé botninum náð, fjölgun á sér stað á mörgum stöðum. Klúbbarnir eru með á dagská hjá sér gesta /kynningarfundi, er ég bjartsýn á framhaldið í umdæminu okkar.
Á dögunum fékk ég þann heiður að sitja Villibráðadag hjá Kiwanisklúbbnum Hraunborg. Flottur fjáröflunardagur hjá þeim félögum sem þeir geta verið stoltir af.
Ég sat svæðisráðsfund í Sögusvæði laugardaginn 9.nóvember, góð mæting var, flott starf hjá öllum klúbbunum , sem eru jafn ólíkur og þeir eru margir. 
þangað til næst

Dröfn Sveinsdóttir
Umdæmsstjóri
 


 Dröfn umdæmisstjóri og Jóhanna svæðisstjóri Ægissvæðis.