Kiwanisklúbburinn Hekla 50 ára! Veitir styrki að andvirði yfir 2 milljónir króna !

Kiwanisklúbburinn Hekla 50 ára! Veitir styrki að andvirði yfir 2 milljónir króna !


Kiwanisklúbburinn Hekla hélt upp á 50 ára afmæli þann 14. Janúar með móttöku að Grand Hótel í Reykjavík, en stofnfundur klúbbsins og þar með upphaf Kiwanisstarfs á Íslandi var 14. Janúar 1964. Á afmælishófinu var Dvalarheimili aldraðar á Hrafnistu afhent gjafabréf upp á rúma eina milljón króna til kaupa á hjúkrunarbúnaði og sambærilegur styrkur var afhentur Landspítalanum – Grensásdeild.
Þá voru afhentar  afhentar viðurkenningar til félaga og starfsaldursmerki.  7 stofnfélagar sem enn eru starfandi innan Kiwanishreyfingarinnar fengu afhent 50 ára merki þar af eru 5 starfandi innan Kiwanisklúbbsins Heklu.  Þeir eru:  Magnús R Jónsson, Ólafur G Karlsson, Garðar Hinriksson, Eyjólfur Sigurðsson og Þorgeir Skaftfell.  Einnig fengu merki tveir félagar sem starfandi eru í öðrum klúbbum og voru stofnfélagar Heklu, þeir eru Sveinn Guðbjartsson, félagi í Eldborg og Kristinn Arason í Kötlu.  Þá var afhent eitt merki fyrir 45 ára starf en það fékk Hafsteinn Guðjónsson.
 
Hekla hafði fyrir afmælið sent út boð til klúbba umdæmisins þar sem tekið var fram að afmælisgjafir væru afþakkaðar en því beint til klúbba að þeir mundu frekar minnast tímamótanna með framlagi til styrktarsjóðs Kiwanis með framlagi til stífkrampaverkefnisins.  Gestir á afmælishófinu voru um 70 manns og tóku nokkrir til máls og fluttu kveðjur m.a. frá heimstjórn, umdæmisstjórn, Freyjusvæði, Einherjum og klúbbum.  Margir þessara aðila staðfestu jafnframt framlag þeirra til styrktarsjóðs.

Ingólfur Friðgeirsson
forseti  Heklu
 

Myndir má nálgast HÉR