Kiwanis á Íslandi í 50 ár !

Kiwanis á Íslandi í 50 ár !


Kiwanislkúbburinn Hekla var stofnaður 14 janúar 1964, og þar með hófst saga þessarar merku hreyfingu hér á landi sem er spannar 50 ár. Kiwanishreyfingin er búin að vera öflug hér á landi og hefur látið margt gott af sér leiða og styrkt samfélagið af miklum móð, og þá sérstaklega börn sem eru ávalt í fyrirrúmi hjá Kiwanishreyfingunni.
Á þessum merku tímamótum ætla félagar í Heklu að halda upp á afmælið að kvöldi afmælisdagsins, 14. Janúar klukkan 19-21:30 að Grand Hótel í Reykjavík, þar sem við munum bjóða léttar veitingar og veita viðurkenningar vegna starfa í þágu klúbbsins auk þess að við munum afhenda styrki til þeirra verkefna sem við höfum valið að styðja við á þessum tímamótum.
Heklufélagar vilja afþakka allar gjafir til klúbbsins í tilefni afmælisins en höfum beint því til þeirra sem áhuga hefðu á að minnast þessara tímamóta að hafa í huga styrktarsjóð Kiwanis – stífkrampaverkefnið og verði framlag merkt tilefninu, sem er 50 ára afmæli Kiwanis á Íslandi.

Laugardaginn 18 janúar hyggjast Heklufélagar halda áfram afmælisfagnaði og munu koma saman ásamt boðsgestum og snmæða kvöldverð að Grand Hótel .
Aðrir Kiwanisfélagar sem hafa hug á að koma til þessa gagnaðar eru velkomni en verða að staðfesta þáttöku strax með því að hafa samband við eftirfarandi Heklufélaga.

    Ingólfur Friðgeirsson, forseti.  ingolfurf@gmail.com ,sími 8257245   

    Birgir Benediktsson, fráfarandi forseti.  birgir2201@gmail.com, sími 8921449