Kiwanisklúbburinn Ós tekur inn nýjan félaga síðasta vetrardag.

Kiwanisklúbburinn Ós tekur inn nýjan félaga síðasta vetrardag.


Geir Þorsteinsson forseti Óss setti fundinn síðasta vetradag 24. apríl í Pakkhúsinu klukkan 21:00. En áður en fundur var settur var boðið upp fordrykk niðri í Pakkhúsinu og þaðan farið í skoðunarferð í Gömlu búð sem flutt var  niður að höfn síðast liðið vor og er nú búið að gera upp.  Á fjórða tug kiwanismanna voru  mættir ásamt gestum  þeirra. 
Á boðstólum var átján rétta hlaðborð  með austfirsku „tapas“ þema. Eftir venjuleg  fundarstörf var tekinn inn nýr félagi,  Barði Ingvaldsson endurskoðandi. Það var Geir þorsteinsson forseti Óss sem kynnti nýjan félaga. Meðmælendur með Barða eru Stefán Brandur Jónsson og Sigurður Einar Sigurðsson. Inntöku Barða var fagnað með miklu lófataki. ?Eftir að dagskrá hafði verið tæmd afhenti Geir forseti  Hauki veislustjórn. Haukur byrjaði á að biðja viðstadda að syngja afmælissöng fyrir forseta Geir.  Áttu  menn góða stund  frameftir kvöldi með orðunum „maður er manns gaman“.
Gleðilegt sumar!