Þyrill styrkir sérdeild Brekkubæjarskóla.

Þyrill styrkir sérdeild Brekkubæjarskóla.


Í gær var mikið fjör á sal Brekkubæjarskóla á Akranesi þar sem fram fór aðventuhátíð sérdeildar skólans. Þegar nemendur höfðu skemmt gestum drjúga stund kvað sér hljóðs sendinefnd frá Kiwanisklúbbnum Þyrli sem afhenti sérdeildinni peningastyrk að upphæð 300 þúsund krónur. Ingimar Hólm Ellertsson talsmaður hópsins þakkaði nemendum fyrir skemmtunina áður en hann rakti sögu kiwanishreyfingarinnar og Þyrils, sem beinir starfi sínu mikið að því að styrkja þá sem minna mega sín.
Eftir að nemendur sérdeildar höfðu veitt ávísunni stóru móttöku var drukkið heitt súkkulaði og borðaðar vöfflur. Með því lauk aðventuhátíð sérdeildar Brekkubæjarskóla að þessu sinni.