Innlegg Helgafells í MNT verkefnið.

Innlegg Helgafells í MNT verkefnið.


Ágætu Kiwanisfélagar.
Velkomnir til starfa veturinn 2013-2014
Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur fengið gefins frá Sögufélagi Vestmannaeyja bókina Ginklofinn í Vestmannaeyjum (Trismus neonatorum) : hvernig dr. Schleisner útrýmdi veikinni en í bókinni er rakin saga stífkrampa í Vestmannaeyjum og hvernig tókst að útrýma honum ca.1850.
Bókin er mjög fróðleg og vekur athygli á Eliminate verkefninu og gæti því t.d. hentað vel sem gjafir til fyrirlesara á fundum.
 
Bókin kostar aðeins 2.500 kr. og fer söluverðið óskipt til Eliminate heimsverkefnis Kiwanis og Unicef til útrýmingar stífkrampa í heiminum.

Hafsteinn, forseti Helgafells mun hafa bókina til sölu á umdæmisþinginu um helgina en einnig er hægt að leggja inn pantanir í s. 897-1167 og 840-5530 eða með því að senda póst á skolavegi15@talnet.is
 

Með fyrirfram þökk fyrir góðar viðtökur
Stjórn Helgafells