Tryggingasjóður og málstofur.

Tryggingasjóður og málstofur.


Frá 12.30 til 13.00 var haldinn ársfundur Tryggingasjóðs þar sem klúbbar eiga að senda einn fulltrúa til fundarinns, og var þokkaleg mæting á fundinn og þar kom fram í uppgjöri sem nánar verður sagt frá í klúbbunum að sjóðurinn stendur vel um þessar mundir og heldur hefur fjölgað í honum.
Klukkann eitt hófst síðan Kiwanisráðstefna þar sem allir Kiwanisfélagar voru velkomnir en ráðstefnan var undir stjórn
Drafnar Sveinsdóttur verðandi umdæmisstjóra og var gestum ráðstefnunar skipt niður í hópa  eða málstofur þar sem rædd voru Kiwanismálefni eins og K-dagur og framtíð hanns, MNT Stífkrampaverkefnið, og síðan og ekki síst fjölgun og framtíðarsín hreyfingarinnar. Mástofurnar stóðu til kl. 16.00 en eftir það var ekki fleira á dagskrá fyrr en kl 20.30 en þá verður formleg setning í Hafnarfjarðarkirkju.
 
Myndir frá deginum í dag má nálgast HÉR