Setning 43. Umdæmisþing

Setning 43. Umdæmisþing


Setning 43. Umdæmisþing fór fram í Hafnarfjarðarkirkju, og var þetta nokkuð sérstök setning að því leyti að konur voru þar í öllum helstu hlutverkum , formaður þingnefndar er kona, umdæmisstjórinn er kona, bæjarstjórinn er kona, presturinn er kona og kórstjórinn er kona þetta er auðvitað einstakt.
Athöfnin hófst á því að Þyrí Marta Baldursdóttir formaður þingnefndar sagði nokkur orð og bað síðan Hjördísi Harðardóttir að taka við keflinu og setja þingið,. Því næst kom í pontu Þórhildur Ólafs sóknarprestur og flutti okkur hugvekju og bæjarstjórinn Guðrún Ágústa Guðmundsdótttir bauð okkur velkominn í Hafnarfjarðarbæ með skemmtilegu erindi.
Þá var komið að Barna og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur og fluttu þau okkur nokkur lög við góðar undirtektir hátíðargesta. Næst fluttu erlendir gestir þingsins okkur ávarp og síðan kom kórinn aftur fram ásamt frábærum tónlistarmönnum en þar voru á ferð söngkonan Ylfa Marín Haraldsdóttir og Ásgeir Örn Sigurpálsson sonur Hjördísar Umdæmisstjóra sem lék undir á pianó og fluttu þau okkur lagið We are the world við frábærar undirtektir og mátti sjá tár falla af hrifningu, frábært hjá þessu efnilega tónlistarfólki sem svo sannarlega á framtíðina fyrir sér.
Að lokum frestaði Umdæmisstjóri þingfundi og haldið var til móttöku í Turninn í Hafnarfirði þar sem þingfulltrúar sátu fram eftir kvöldi.
 
Myndir frá setningu og Turningum má nálgast HÉR