Stjórnarskiptafundur í Umdæminu

Stjórnarskiptafundur í Umdæminu


Að loknu umdæmisþingi eða sunnudaginn 15 september fór fram stjórnarskiptafundur í umdæminu, að viðstöddum mökum stjórnarmanna og erlendum gestum þingsins, en fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinum við Helluhraun í Hafnarfirði. Það var Matthías Pétursson f.v umdæmisstjóri sem sem sá um athöfnina með góðri aðstoð Andrésar Hjaltasonar f.v umdæmisstjóra. Þetta var að venju hátíðleg stund, og að stjórnarskiptum loknum var borin fram dýryndis súpa sem Bergþór og hans fólk sá um að bera fram eins og reyndar allt þingið en þetta frábæra fólk úr klúbbunum í Hafrarfirði var önnum kafið í eldhúsinu, til að sjá um að eingin væri svangur á þinginu og stóðu sig eins og hetjur.
Að lokum hélt nýja stjórnin stuttan fund svona til að ákveða dagsetningar og leggja línurnar fyrir komandi starfsár en nýja stjórnin tekur formlega við 1.október
Umdæmisstjórn 2013-2014 er þannig skipuð:

Umdæmisstjóri                      Dröfn Sveinsdóttir
Kjörumdæmisstjóri                Gunnlaugur Gunnlaugsson
Fráfarandi umdæmisstjóri     Hjördís Harðardóttir
Ritari                                     Hildisif Björgvinsdóttir
Féhirðir                                 Eyþór K. Einarsson
Erlendur ritari                       Tómas Sveinsson
Svæðisstjóri Freyju              Bjarni Vésteinsson
Svæðisstjóri Færeyja           Björgheðin Jacobsen
Svæðisstjóri Óðins              Guðmundur Karl Jóhannesson
Svæðisstjóri Sögu               Geir Þorsteinsson
Svæðisstjóri Ægis                Jóhann M. Einarsdóttir.

Myndir frá stjórnarskiptafundinum má nálgast HÉR