Stjórnaskpti hjá Búrfelli, Eldfelli og Mosfelli.

Stjórnaskpti hjá Búrfelli, Eldfelli og Mosfelli.


Fimmtudagskvöldið 3. október fóru fram sameiginleg stjórnarskipti í  Kiwanisklúbbunum  Búrfelli, Eldfelli og Mosfelli í  umsjón þess síðast nefnda.  Fóru þau fram í Hlégarði í Mosfellsbæ.  Fundurinn hófst með söngatriði frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Þar komu fram  þau Lára Björk Bender söngkona  og  Sigurjón Alexandersson gítarleikari.  Eftir matarhlé setti umdæmisstjóri Dröfn Sveinsdóttir Geir Þorsteinsson úr Kiwanisklúbbnum Ósi inn í embætti svæðisstjóra Sögusvæðis.  Að því frágengnu   skipti svo hinn nývígði svæðisstjóri   um stjórnir í klúbbunum þremur.
 
Að loknum stjórnarskiptum tók Sigurður Skarphéðinsson forseti Mosfells við fundarsjórn. Að loknu  ávarpi sínu fól hann  Óskari Arasyni  forseta Eldfells  fundarstjórn. Byrjaði Óskar á því að veita yngsta félaga Eldfells Guðjóni Magnússyni viðurkenningu fyrir ötult starf á síðasta ári í klúbbnum. Hann er með yngstu Kiwanisfélögum á landinu ef ekki sá yngsti, liðlega þrítugur. Hann er nú kjörforseti klúbbsins. 
Síðan gaf Óskar Dröfn umdæmisstjóra, Geir svæðisstjóra og Pétri Jökli fráfarandi svæðisstjóra DVD disk þann er Eldfell hefur gefið út með yfir 1000 myndum sem voru teknar af almenningi í Heimaeyjargosinu og klúbburinn hefur  safnað.  Nánar má sjá um disk þennan á heimasíðu Eldfells. Þess má geta að klúbburinn fékk viðurkenningu  á Umdæmisþinginu á dögunum fyrir útgáfu þessa disks sem athyglisverðasta fjáröflunarframtakið  á síðasta starfsári.
Dröfn ,  Geir og Jón Vilhjálmsson fráfarandi forseti Búrfells ávörpuð síðan fundarmenn. Óskar sleit  síðan fundi eftir tveggja klukkustunda vel heppnaðan og ánægjulegan fund.
 

Sigurður Skarphéðinsson
 
Myndir frá stjórnarskiptunum má nálgast HÉR