Galaball og þinglok.

Galaball og þinglok.


Galaballið og þinglokin fóru fram í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði og er ekki hægt annað að segja að þetta séu glæsileg húsakynni. Húsið var opnað kl 19.30 og þá hófu þingfulltrúar að mæta á svæðið, í létt spjall og fordrykk. Hjördís umdæmisstjóri setti fund eftir hlé og lét veislustjórn kvöldsinns í hendurnar á Sæmundi Sæmundssyni sem stóð sig eins og hetja við veislustjórnina og allt sem því fylgir, kynningar og annað slíkt. Boðið var upp á þriggja rétta máltíð, sjávarréttir í forrétt, aðalrétturinn var lamb og síðan frábær eftirréttur  og var gerður góður rómur af matnum, sem að mínu mati var frábær.
Að venju voru veittar viðurkenningar á Galanum og þar ber að geta að Eldfell fékk bikar fyrir athyglisverðasta styrktarverkefnið, Eldey fékk fjölmiðlabikarinn en Ísgolfið fór mikinn í fjölmiðlum á starfsárinu, Askja fékk viðurkenningu fyrir athyglisverðasta styrktarverkefnið og Kaldbakur á Akureyri fékk fjölgunarbikarinn í ár. Umdæmisstjórahjónin Hjördís og Sigurpáll voru kölluð upp og fengu gjafir og þakkir fyrir vel unnin störf á starfsárinu. Að venju voru erlendum gestum þingsinns gefnar gærur áritaðar af öllum þingfulltrúum og síðan var gamla og nýjastjórnin kallaðar fram á gólf og gefið hressilegt hvatningar lófatak og þakkargjafir.
Næst  tóku þeir félagar Jogvan og Friðrik Ómar við keflinu og skemmtu gestum með söng og skemmtilegheitum við frábærar undirtektir viðstaddra. Að skemmtdagskrá lokinni sleit Hjördís umdæmisstjóri þingfundi og þá tók við dansleikur fram á nótt en það var hinn síungi Ólafur Þórarinnsson  eða Labbi í Glóru eins og flestir þekkja hann sém hélt uppi stuðinu ásamt syni sínum, frábært kvöld í alla staði.

Myndir frá Galakvöldi má nálgast HÉR