Umdæmisþing 2013 laugardagur þingfundur.

Umdæmisþing 2013 laugardagur þingfundur.


Umdæmisstjóri setti fund og minntist látina félaga með því að kveikja á kerti og Kiwanislagið var spilað. Síðan fór Hjördís umdæmisstjóri yfir skýrslu sína og stiklaði á stóru um starfið á hennar tímabili, en þess ber að geta að allar skýrslur stjórnar eru í þingblaði Kiwanisfrétta.
Umdæmisritar Hörður Baldvinsson tók næstur til máls og flutti sýna skýrslu og talaði m.a um að mikilvægar upplýsingar svo sem vinnustundir o.fl vantar oft á skýrslur klúbbanna. Hörður sagði 78 % fundarmætingu í umdæminu og 29 miljónir króna haafa safnast saman í fjáröflunum en inn í þetta vantar upplýsingar frá sumum klúbbum og því upphæðin töluvert hærri.
Félagatala umdæmisins er 932 félagar frá 9 september, Hörður talaði um breytingu á skýrsum og skilum og hafa form fyrir þetta á heimasíðu umdæmissins.
Guðbjörg umdæmisféhirðir tók næst til máls og sagði sitt starfsár skemmtileg og viðburðaríkt, og talaði m.a um gerð fjárhagsáætlunar sem þyrfti að bæta og eins þarf að taka til í fræðslumálum. Guðbjörg sagð húsnæðismálin hafi verið stór hluti í starfi féhirðis þetta starfsárið vegna fjármögnunar og öllu sem viðkemur svona ferli sem húsakaup eru.
Svæðisstjórar komu næstir í röðinni og reið Snjólfur Fanndal á vaðið, og las hann upp bréf sem nýkomið var frá Jöklum, sem var þeirra skýrsla í ár.
Petur Olivar kom næstur fyrir Færeyjasvæði og flutti ágrip úr sinni skýrslu á skemmtilegan hátt og talaði m.a um að nú væri búið að setja stjórnarskiptatextann yfir á Færeysku og væri mikil bót af því, og á Elin Joensen heiðurinn af því. Petur sagði m.a  að gott væri að nota vinarbæjarsambönd til að fjölga klúbbum í Færeyjum.
Gunnsteinn var næstur fyrir Óðinssvæði, og talaði m.a um breytt fyrirkomulag á Svæðisráðsfundum fyrir norðan þar sem skýrslur voru sendar á undan og síðan bara umræður um skýrslurnar á Svæðisráðsstefnunni og virðist þessi breyting komin til að vera.
Konráð Konráðsson flutti næstur sína skýrslu fyrir Ægissvæði og talaði m.a um fjölgunarmálin og sagðist Konráð ánægður með að hafa náð að stofna nýjan klúbb þar sem Dyngja var vígð á starfsári Konráðs, og tók hann undir orð Peturs um að nýta vinarbæjartengsl til að stofna nýja klúbba.
Svæðisstjór Sögusvæðis var forfallaður vegna veikinda og óskum við Pétri góðs bata.
Ragnar Örn kom fyrstu upp undir liðnum umræður um skýrslur og talaði m.a um breytingar á Kiwanisfréttum að hafa skýrslurnar í blaðinu en það var gert til að stytta tíma á flutningi sýrslna á þingi og sjá til þess að allir Kiwanisfélagar fengu skýrslurnar til lestrar, Ragnar talaði m.a um að halda áfram þýðingar á Kiwanisefni. Ragnar talaði m.a um breytingar á skýrslum og hafa þær rafrænt á heimasíðu eins og oft hefur komið fram í að undanförnu. Petur Olivar kom næstur og tók undir orð Ragnars með skýrslur en var svolítið efinns með að hafa skýrslur rafrænar þar sem ekki allir væru með tölvur en jafnfram sagði Petur exelformið erfitt fyrir eldra folk sem ekki væri vant tölvunotkun.
Næst var tekið kaffihlé.
Kjörnefnd og kjörbréfanefnd voru skipaðar og Ástbjörn og Ragnar skipa formennsku í þessum nefndum. 133 eiga að vera með atkvæðsrétt einn klúbbur á ógreitt þingjaldið og telur því ekki en 86 fulltrúar frá klúbbunum og 24 aðrir embættismenn sem hafa atkvæðisrétt sem sagt 110 atkvæðisbærir fulltrúar eru á þinginu.
Fjárhagsáætlun var næst á dagskrá Arnór Pálsson fór yfir hana en hún er í þingblaðinu. Atli Þórsson kom upp og svaraði fyrirspurnum um fjárhagsáætlun. Því næst fór
Birgir Sveinsson yfir reikninga starfsársinn 2011 – 2012 og svaraði fyrir spurnum um reikninga ásamt Atla Þórssyni frá fjárhagsnefnd og voru þó nokkurar góðar umræður um reikninga og margar góðar ábendingar hvað má bæta í reikningum og áætlunum.  Reikningar voru bornir upp og samþykktir, Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörni fyrir næsta starfsár.
Næst voru veittar viðurkenningar fyrir fyrirmyndarklúbba 13 klúbbar hlutu viðurkenningu í ár og eru það : Eldey, Sólborg, Hraunborg, Hof, Varða, Eldborg, Jörfi, Hekla, Þyrill, Helgafell, Ós, Skjálfandi, Drangey og Embla, og óskum við þessum klúbbum til hamingju.
Síða voru nefndarformenn kallaðir fram til viðurkenningar og þökkuð góð störf á starfsárinu
Ragnar Örn fráfarandi umæmisstjóri veitti viðurkenningar fyrir fyrimyndarklúbba á heimsvísu frá  Allan Penn f.v heimsforseta en þetta voru klúbbarnir , Eldfell, Eldey og Skjálfandi, glæsilegt hjá þessum klúbbum.

Næst var tekið klukkutíma matarhlé.

Eftir hádegi voru veittar fleiri viðurkenningar. Fyrirmyndar svæðisstjóri Konráð Konráðsson Svæðisstjóri Ægissvæði og  Ástbjörn Egilsson hlaut viðurkenningu fyrir að vera  fyrirmyndarfélagi.
Anna Lára og Svavar  frá Bláma ávörpuðu þingið næst og sögðu frá í máli og myndum dvöl þeirra í sumarbúðum Kiwanis í Þýskalandi, greinilega áhugaverðar sumarbúðir sem hreyfingin rekur þarna. Þetta er það sem við þurfum að styðja við, unga fólkið það er framtíðin.
Ávörp erlendra gesta Colin Reichle ráðgjafi fyrir umdæmið í heimstjórn 2013-2014 talaði fyrstur , síðan kom  Arne Hohan Sigstad  umdæmisstjóri Norden 2013-2014 og ávarpaði þinheim , því næst  Ralf-Otto Gogolinski Evrópuritari 2012-1013 og m.a afhenti hann Hafnarfjarðarklúbbunum fána Evrópustjórnar. Síðan og ekki síst talaði Joe Nopp formaður fræðslunefndar Evróðu 2013-2014 en þar er á ferð líflegur og skemmtilegur ræðumaður.
Stefán Ingi Stefánsson frá UNICHEF ávarpaði þingið og sagði frá samtökunum og samvinnu þeirra við Kiwanishreyfinguna.
Eyjólfur Sigurðsson kom næstur með erindið 50 ár Kiwanis á Íslandi og skýrði frá sögun Kiwanis á íslandi í stórum dráttum og þau frábæru verkefni sem hreyfinginn hefur afrekað hér á landi. (erindið verður birt hér á síðunni fljótlega)
Af þessu tilefni afhentu Heklufélagar Hjördísi umdæmisstjóra mynd sem tekin var af fyrsta fundinum en eins og flestir vita er Hekla fyrsti Kiwanisklúbburinn á landinu.
Sæmundur Sæmundsson kom upp fyrir fyrir styrktarsjóðinn og ahenti ungbarnavikt til Sólvangs í Hafnarfirði en það er venja að veita styrk til þeirra staða sem þing er haldið hverju sinni.
Guðmundur Skarphéðinsson kom næstur fyrir Útbreiðslunefnd og sagði að nefndin myndi senda bréf til forseta klúbbanna um niðurstöður nefndarinnar og hvatningu til fjölgunar.
Hjálmanefnd var næst og kom í pontu Haraldur Finnsson formaðu nefndarinnar og skýrði frá stöðu mála, en nefndina skipuðu einn fulltrúi frá hverju svæði, Haraldur skýrði þigheimi frá reglugerðarvandamálum sem við væri að eiga hjá Reykjavíkurborg og er þetta hið furðulegasta mál.
Sæmundur  Sæmundsson flutti næstu skýrslu Styrktarsjóðs í forföllum formanns og fór einnig yfir reikninga sjóðsins. Veittir þrír styrikir að upphæð 1.2 miljónir króna. Umræður um reikninga tóku óvænta stefnu þar sem þeir stemdu ekki Hafsteinn  Gunnarson kom með eina fyrirspurn um skekkju sem þarf að athuga og því þarf að fresta afgreiðslu reikninga Styrktarsjóðs sem var og gert.
Breyting á lögum um kosningu í stjórn Styrktarsjóðs, Ragnar Örn kom upp í umræðu vegna breytingu á lögum um kosningu stjórnarmanna í Styrktarsjóð en  nýr félagi var borinn upp í stjórn fyrir utan þá sem voru í kjöri og kom þá upp ýmiss ágreiningur um framkvæmd breytinga og kosningu stjórnarmanna og endaði með því að tillaga að framboðinu var dreginn til baka.
Einginn var í framboði til kjörumdæmisstjóra 2014-2015 og því fer málið til umdæmisstjórnar.
Næst var kynning á kjörumdæmsistjóra 2013 2014 en það er Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Básum á Ísafirði og sá félagi hanns úr Básum Kristján G Jóhannssonsá um kynningjuna og að henna lokinni  tók  Gunnlaugur aðeins til máls.
Næst á dagskrá var staðfesting stjórnar 2013 – 2014 undir stjórn Drafnar Sveinsdóttur.
Konráð Konráðsson kynnti næsta þing stað en það er Kópavogur.
Undir dagskrárliðnu staðarval þings 2016  kom eingin tillaga og vísast til erindið því til Umdæmsistjórnarfundi sem verður í janúar.
Gylfi Ingvarsson f.v formaður K-dagsnefndar kvaddi sér hljóðs og afhenti umdæmisstjóra síðasta k-dag innrammaðann  og sagði þetta fara verl til skrauts í nýja húsnæði okkar að Bíldshöfða og vonandi væri þetta ekki síðasti K-dagurinn
Fraið var lauslega yfir niðurstöður umræðuhópa frá föstudeginum og kom margt áhugavert út úr þeim umræðuhópum sem vert er að hafa í huga.
Undir liðnum önnur mál kom Ragnar Örn með tillögur til þings í sambandi við fjölgun og einnig þarf að kynna hreyfinguna betur með stofnun embættis markaðs og kynningarfullrúa hreyfingarinnar og einnig tillögu um Kiwanisfréttir, hætta útgáfu Kiwanisfrétta og hafa allt rafrænt nema kanski hafa eitt þingblað. Einnig sagði ragað að þinginur þyrfti að breyta og gera það aðgengilegra fyrir hinn almenna kiwanisfélaga.
Birgir frá Heklu kom með fyrirspurn um hækkun á árgjaldi ,
og var Atli Þórsson frá fjárhagsnefnd til svara og útskýrði þessa hækkun.
Því næst frestaði umdæmisstjóri fundi til kvölds.
 
Myndir frá Þingfundinum má nálgast HÉR