50 ára afmæli Heklu

50 ára afmæli Heklu


Hátíðarkvöldverður og móttaka hjá forseta Íslands

Félagar og gestir Kiwanisklúbbsins Heklu héldu “annan” í afmæli á laugardaginn 18. Janúar síðastliðinn.  Eins og sagt hefur verið frá áður, þá var haldið upp á afmælið með móttöku á Grand Hotel á afmælisdaginn, 14. Janúar sl, og þar voru veittir veglegir styrkir í tilefni dagsins og stofnfélögum einum félaga til 45 ára, voru veitt starfsaldursmerki.    Á laugardaginn 18. janúar var síðan framhaldið afmælisfagnaði og hófst þá með ferð félaga og gesta í móttöku hjá Forseta Íslands áður en haldið var á Grand Hotel þar sem snæddur var hátíðarkvöldverður.
Auk félaga og maka þeirra þá voru gestir Heklu umdæmisstjóri, Dröfn Sveinsdóttir og maki hennar, Svæðisstjóri Freyjusvæðis, Bjarni Vésteinsson og maki hans og fulltrúi heimsstjórnar, Óskar Guðjónsson og maki hans.  Aðrir gestir sem komu til Bessastaða og í kvöldverð voru gjaldkeri umdæmisins og umdæmisritari með mökum sem og félagar frá Eldey, Höfða, Básum, Helgafelli og frá Einherjum og úr Færeyjasvæði.
 
Á samkomunni voru 10 félagar heiðraðir með stjörnu.  Þeir voru:
 
?         Gullstjarna m/rúbín:       Eyjólfur Sigurðsson
?         Gullstjörnur:                      Axel Bender, Björn Pálsson, Garðar Hinriksson, Gísli Guðmundsson, Sigurður Pétursson og Þorsteinn Sigurðsson
?         Silfurstjörnur:                    Birgir Benediktsson, Ingólfur Friðgeirsson og Pétur Már Pétursson
 
Félagar úr kór eldri Fóstbræðra skemmtu kvöldverðargestum með song og Eyjólfur Sigurðsson sagði frá fyrstu árum í starfi Heklu og fleiri tóku til máls og fluttu klúbbnum kveðjur.  
 
Ingólfur Friðgeirsson
forseti  Kiwanisklúbbsins Heklu
 
Fleiri myndar má nálgast HÉR