Stöðvum Stífkrampa.

Stöðvum Stífkrampa.


Í dag hófst átakið STOPP! Stöðvum Stífkrampa en Kiwanis Ísland Færeyjar og Unicef á Íslandi sameina krafta  sína til að hvetja landsmenn til að leggja þessu verkefni lið sem er útrýming Stífkrampa. Á níundu hverri mínútu deyr nýbökuð móðir eða nýburi úr þessum kvalarfulla sjúkdómi, en með bólusetningu er hægt að koma í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af þessum fæðingarstífkrampa.
Samstarf þessara aðila Kiwanis og Unichef er liður í alþjóðlegri baráttu gegn stífkrampa, og vilja samtökin vekja athygli  á að það kostar aðeins 210 krónur að bólusetja barnshafandi konu og ófætt barn hennar gegn þessum stífkrampa, og er þetta ekki stór upphæð sem getur skilið á milli lífs og dauða.
Með því að senda sms-skilaboðin  STOPP í símanúmerið 1900 gefur fólk 630 krónur eða sem nægir fyrir bólusetningu fyrir þrjár mæður og ófædd börn þeirra.
 

Kæri landsmaður ! Taktu þátt í þessu með okkur með því að senda þessi SMS skilaboð.