Frá tengilið við gagnagrunn KI

Frá tengilið við gagnagrunn KI


Kæru Kiwanisfélagar

 

Um nokkurt skeið hefur staðið til að að breyta fyrirkomulagi við rekstur félagatals umdæmisins.  Undanfarin ár hafa upplýsingar um félaga verið geymdar í gagnagrunni sem rekinn er á vegum umdæmisins og vefsíðu verið haldið úti þar sem fulltrúar klúbba hafa getað skoðað og breytt upplýsingum.  Gagnagrunnur Kiwanis International hefur svo verið uppfærður með nýjum og breyttum upplýsingum úr þessum gagnagrunni umdæmisins. 

Með breyttu fyrirkomulagi verða nú allar breytingar gerðar beint í gagnagrunni KI sem verður til þess að upplýsingar berast fyrr til KI en var og vonandi einnig til þess að upplýsingar verði betri og nákvæmari.

Eftir sem áður er það á ábyrgð embættismanna klúbba að upplýsingar um félaga þeirra séu réttar.  Búið er að senda til KI nöfn og netföng ritara allra klúbba og geta þeir þar með sótt um aðgang að gagnagrunninum.  Klúbbum stendur einnig til boða að tilnefna félaga, annan en ritara, sem fær sama aðgang og ritari þannig að ekki er nauðsynlegt að aðeins ritari sinni þessu verkefni.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun verða gerðar aðgengilegar á næstu vikum en tilgangurinn með þessari orðsendingu er að láta vita af fyrirhuguðum breytingum og að tilkynna að frá og með mánudegi 9. mars verður lokað fyrir breytingar í gagnagrunni umdæmisins á //http://felagatal.kiwanis.is/.  

 

Með Kiwaniskveðju,

Konráð Konráðsson, tengiliður við gagnagrunn KI.