Búrfell afhentir Sróki góðan styrk

Búrfell afhentir Sróki góðan styrk


Í byrjun febrúar afhentu félagar í Kiwanisklúbbnum Búrfelli Klúbbnum Stróki styrk að fjárhæð 108.000 krónur en það voru fjármunir sem söfnuðust á skötuveislu klúbbsins í desember síðastliðnum.

Klúbburinn Strókur var stofnaður á Selfossi vorið 2005. Tilgangur klúbbsins

er meðal annars að auka tengsl fólks með geðraskanir við samfélagið með því að reka heimili/afdrep að Skólavöllum 1 Selfossi, þar sem félagsmenn fá aðstoð og uppörvun til að takast á við hið daglega líf. Starfssvæði Klúbbsins Stróks er Árnessýsla, Rangárvallasýsla og V-Skaftafellssýsla.