DOT fræðsla í Prag Tékklandi 2016

DOT fræðsla í Prag Tékklandi 2016


Kiwanisfræðsla tilvonandi umdæmisstjóra, umdæmisritara og umdæmisgjaldkera fór fram í Tékklandi í lok janúar. DOT stendur fyrir District Officer Training og er síþjálfun fyrir embættismenn kiwanishreyfingingarinnar í Evrópu.

Fræðslan fór fram  dagana 29. og 30. janúar í Prag og var bæði skemmtileg og fræðandi. Þétt dagskrá var báða dagana en við félagar gátum aðeins skoðað borgina á föstudagsmorgninum. Dagskránni lauk með sameiginlegum kvöldverði á veitingastað í miðbæ Prag. Þar skemmtu menn sér með

söng og dansi undir dúndrandi harmonikkutónlist. Liklegast var tékkneskur þjóðarréttur í boði en hann var nokkuð sérstakur. Aðalrétturinn samanstóð af steiktu gæsalæri og meðlætið var heitt rauðkál og tvær tegundir af soðkökum (dumplings). Á sunnudeginum var svo haldið heimleiðis og tók það ferðalag 19 klukkustundir til Hafnar. 

Prag er falleg borg sem gaman væri að heimsækja í betra tómi. 

 

Sigurður Einar Sigurðsson 

Kiwanisklúbbnum Ós