Kiwanishátíð á Glerártorgi 2 og 3 maí Kiwanishreifingin 100 ára og 25 ár frá fyrsta hjálmi úr höndum Kiwanis.

Kiwanishátíð á Glerártorgi 2 og 3 maí Kiwanishreifingin 100 ára og 25 ár frá fyrsta hjálmi úr höndum Kiwanis.


Það var líf og fjör á Glerártorgi dagana 2. og 3. maí sl. en þá hélt Kiwanishreyfingin Ísland – Færeyjar og klúbbar á Norðurlandi uppá 100 ára afmæli heimshreyfingarinnar en afmælisdagurinn var 21. janúar sl. Sett var upp sögusýning úr starfi Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi í máli og myndum er gestir gátu skoðað og sérstaklega kynntu klúbbarnir á Norðurlandi starf sitt.
Þess var einnig fagnað að 25 ár eru síðan Kiwanis gaf fyrsta hjálminn á barn í fyrsta bekk grunnskóla en hugmynd að þessu verkefni kviknaði á meðal manna á Norðurlandi árið 1990 og afhenti Stefán Jónsson Kiwanisklúbbnum Kaldbak þá fyrsta hjálminn og er hann enn formaður hjálmanefndar hjá Kaldbak.
Verkefnið var fyrst aðallega á Norðurlandi en varð síðan að landsverkefni árið 2004.
Þess má geta að klúbbarnir 8 á Norðurlandi hafa safnað á þessu starfsári rúmum 19.7 milljón króna í styrktarsjóð og veitt styrki eða gjafir fyrir rúmar 23,9 milljónir.
Mjög öflugt starf er unnið í öllum klúbbum svæðisins og hafa félagar lagt af mörkum 1.869 vinnustundir til samfélagsins á starfsárinu.
Kiwanishátíðin bar þess merki hversu samtaka og öflugt starfið er.
Bæjarstjóri  Akureyrarbæjar er Eiríkur Björn Björgvinsson

 

setti hátíðina formlega og talaði hann um mikilvægi þess að eiga öfluga klúbba er sinntu mikilli samféagsþjónustu hvarvetna og þakkaði Kiwanis fyrir hjálmaverkefnið sem væri þarft verk hvar sem litið væri.
Umdæmisstjóri hreyfingarinnar Gunnlaugur Gunnlaugsson flutti ávarp og þakkaði framtakið og sagði örstutt frá 100 ára afmæli hreyfingarinnar og tilurð þessarar sýningar.
Þá var komið að hjálmaafhendingu og voru hjálmar gefnir til nærri 300 barna á milli 12 og 15 á laugardeginum.
Smá gleðiefni var fyrir viðstadda og skemmtu þeir Garðar Alfreðsson frá Grímsey og Sveppi og Villi, börnum og gestum Glerártorgs.
Það hefur verið siður þeirra kiwanisfélaga í Kiwanisblúbbunum Embla og Kaldbakur á Akureyri að gefa reiðhjól til stúlku og drengs á hjálmaafhendingardegi og er dregið úr nöfnum allra þeirra er fá afhentan hjálm í Eyjafirði
Það voru brosandi börn og foreldrar er yfirgáfu torgið með hjálminn sinn og ekki síður þau tvö er dregin voru út sem handhafar reiðhjólanna, en það voru þau Ingibjörg Jóna Sigurþórsdóttir og Elvar Örn Skúlason
Hátt í 8 þúsund gestir voru á Glerártorgi er mest var að sögn forráðamanna þar og var gerður góður rómur af þessari hátíð Kiwanisfélaga.
Má segja að þetta hafi verið lokahnykkurinn á starfi klúbbana á norðurlandi í vetur en tekið er sumarfrí frá klúbbastarfi frá því í maí til miðjan september.
Vonast kiwanisfélagar að sýningin hafi verið fróðleiksmoli fyrir þá er hana skoðuðu og jafnvel að einhverjum langi að ganga til liðs við einhvern af klúbbum svæðisins.