Keilukeppni Ægissvæðis 2015

Keilukeppni Ægissvæðis 2015


Þann 11.april sl.  fór fram  í Egilshöllinni,  Keilukeppni Ægissvæðis 2015 í óhefðbundinni keilu.  Það mættu fulltrúar frá 7 klúbbum af 8 úr svæðinu, alls 71 félagi ásamt gestum tóku þátt.  Aðeins Setberg Garðabæ mætti ekki með neinn.  Þetta er  annað árið sem þessi keppni er haldinn og blandast bæði skemmtilegur hittingur og keppni allra þátttakenda.  Keppt er í óhefðbundinni keilu.  Jafnframt er keppt í pútti og pílukasti þar sem hagnaður rennur til að ljúka MNT verkefni Eldeyjar.   

Mikil spenna var í Keilunni en þar sigraði  glæsilega í karlaflokki Sigurður Sigurðsson (Eldborg) með 127 stig.  Í kvennaflokki sigraði nokkuð örugglega  Þóranna  (Varðan) með 114 stig.  

 

Tekið var fram strax í kynningunni á reglum mótsins að val á sigurvegara fyrir flottustu tilþrifin og sigurvegara fyrir glæsilegustu fötin væri í höndum mótshaldara Guðlaugs (Eldey) og að ef mótbárur 

yrðu á vali myndi ekki vera tekið mark á þeim.  Mjög erfitt var að velja fyrir flottustu tilþrifn. Mikil barátta var milli Margréti (Varðan) og Þorsteini Arth. (Eldey) enn þau bæði áttu mjög erfitt með að kasta keilukúlunni í rétta átt.   Var oft þó nokkur hætta fyrir aðra leikmenn þegar þau köstuðu.   En þá sást til ungs pilts sem kom sem gestur með félögum úr Hofi.  Greinilegt að þar er efni í mikinn dansara, snilldarlegir taktar Davíðs (Hof) færðu honum þessi verðlaun.

 

Ekki fannst mótshaldara erfitt að velja fyrir glæsilegustu fötin.   Þar sigraði Dröfn (Sólborg)  enn hún klæddist glæsilegum rauðum ISGOLFS bol,  mótshaldara fannst þetta alveg sérstaklega fallegur bolur.

 

Mikil spenna var í pílukastinu og komust 5 þar í úrslit.   Þar sigraði nokkuð örugglega Guðmundur Ólafsson (Hof).  Enn meiri spenna var síðan í púttinu þar sem alls 9 komust í úrslit og var þar leikinn bráðabani og þurfti 4 umferðir til að Gísli Kjartansson (Hof) stóð eftir sem sigurvegari.   Það var greinilegt að þeir í Hof voru búnir að æfa mikið bæði í pílu og pútt vitandi að það væri bjórkassi fyrir hvort sætið ásamt bikar.  Til gamans má nefna að þeir í Hofi hafa þá reglu að ef einhver vinnur bjór er hann drukkin á leiðinni heim.   

 

Við viljum nota tækifærið og þakka fyrir skemmtilegan dag með hressu og kátum Kiwanisfélögum og synd fyrir ykkur hina sem misstuð af því að taka þátt í þessum degi.

 

Með Kiwaniskveðju 

 

Guðlaugur Kristjánsson, Eldey