Frá Svæðisstjóra Óðinssvæðis !

Frá Svæðisstjóra Óðinssvæðis !


Það er afar ánægður svæðisstjóri Óðinssvæðis sem stígur út úr þessari helgi, þar sem  margt var um manninn á Glerártorgi er opnuð var sögusýningin um Kiwanis. Var hún sett upp til heiðurs því að 100 ár eru frá stofnun hreyfingarinnar í heiminum og einnig var verið að halda upp á að 25 ár eru frá því að Kiwanis gaf fyrsta hjálminn til fyrstu bekkinga grunnskóla og var það gert á Akureyri.
Það voru brosmild börn er gengu út með hjálminn sinn og ekki síður þau er dregin voru út sem handhafar nýrra hjóla. En það hefur verið siður þeirra í Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbak að gefa bæði stúlku og dreng nýtt hjól á þessum tímamótum

 

Ég er ánægður með kiwanisfélaga mína í svæðinu og þá er lögðu hönd á plóginn við uppbyggingu, uppsetningu og framkvæmd Kiwanishátíðarinnar á Glerártorgi nú um helgina. 
Hjálmaafhendingin var flott og viðburðir er boðið var upp á einnig.
Þetta var okkur öllum til sóma og vonandi hreifingunni til heilla. Það voru margar auðfúsuhendur er lögðu þessu lið og þó að enginn sé settur skör neðar þá þakka ég sérstaklega þeim Birgi Steingrímssyni og Finni Baldurssyni Herðubreið og Sigfúsi Jóhannessyni Grími er stóðu með mér frá upphafi til enda, allan tímann, félögum okkar að sunnan Sigurði R. Péturssyni og Óskari Guðjónssyni ásamt flokki félaga frá Emblu og Kaldbak.
Það var sérlega gaman á laugardeginum þegar rúmlega 40 Kiwanisfélagar voru á svæðinu og Umdæmisstjóri og Umdæmisritari ásamt svæðisstjóra Ægissvæðis Magnúsi Eyjólfssyni.
Á sunnudeginum var einnig fjölmennt lið kiwanisfélaga frá nær öllum klúbbum svæðisins.
Samkvæmt fregnum frá yfirmönnum Glerártorgs þá voru tæplega 8 þúsund mans á Torginu um miðjan daginn á laugardeginum og þar á bæ eru menn afar ánægðir með framtak okkar.
Kiwanisfélagar mínir í Óðinssvæði hafið þökk fyrir frábært samstarf í vetur og framkvæmd þessa hápunktar starfs okkar.
Við meigum stolt vera öll sem eitt

Bestu kveðjur 

Ólafur Jónsson svæðisstjóri Óðinssvæðis.

Hér eru nokkurar myndir