Svæðisráðsfundur í Færeyjum

Svæðisráðsfundur í Færeyjum


Svæðisráðsfundur í Færeyjasvæði Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar var haldinn laugardaginn 25. apríl síðastliðinn í boði Eysturoy.

Fundurinn var vel sóttur af klúbbunum í svæðinu. og auk þess voru fjórir Kiwanismenn frá Íslandi,  umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson, umdæmisféhirðir Eyþór K. Einarsson, umdæmisritari Kristján G. Jóhannsson og Kristjana Sigurðardóttir félagi í Básum á Ísafirði og eiginkona umdæmisstjóra. 

Einnig voru með í för Ásgerður Gísladóttir eiginkona Eyþórs og Inga S. Ólafsdóttir eiginkona Kristjáns.  Móttökur voru frábærar eins og Færeyinga er siður. Félagi okkar Sámal Bláhamar keyrði okkur víða um eyjarnar og Kiwanisklúbburinn Rósan stóð fyrir opnu húsi í Kiwanishúsinu í Þórshöfn á sunnudag.

Starfið í Færeyjum er með ágætum og vel búið að klúbbunum í Kiwanishúsinu.    

Þess má geta að á sama tíma var biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, að vísitera í Færeyjum og var við messu í Vesturkirkjunni í Þórshöfn á sunnudeginum ásamt þremur öðrum íslenskum prestum.

Í för með biskup var einn Kiwanismaður,  séra Gunnþór Þ.  Ingason, félagi í Hraunborgu í Hafnarfirði.