Esja styrkir BUGL um 4 milljónir !

Esja styrkir BUGL um 4 milljónir !


Kiwanisklúbburinn Esja afhenti nýlega barna og unglingageðdeild
Landspítalans (BUGL) fjórar milljónir króna sem safnast höfðu með sölu
á mynddiski með kvikmyndinni Nonna og Manna.
Fyrirhugað er að nota styrkinn til að auka varnir og fræðslu til handa
þeim sem eru í áhættuhópi vegna sjálfskaða og sjálfsvígshættu.
Fram kemur í tilkynningu að rannsóknir

hafi sýnt að tengslamiðuð fjölskyldumeðferð skili þar bestum árangri.
 Til að geta boðið markvisst upp á slíka meðferð þurfi freiri starfsmenn að fá þjálfun.
Fyrirhugað sé að nýta styrkinn frá Esju til að fá erlenda sérfræðinga
til að kenna og þjálfa starfsmenn BUGL. Einnig er áætlað að nýta styrkinn til að innleiða
notkun á hreyfiþroskamati hjá börnum 4 - 16 ára og til að þjálfa starfsmenn í notkun Líftemprunartækni,
m.a hjá börnum og unglingum með ADHD.