Góðir gestir hjá Dyngju.

Góðir gestir hjá Dyngju.


Kiwanisklúbburinn Dyngja fékk góða gesti á 19. fund klúbbsins í gærkvöldi.
Nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Vörðu í Reykjanesbæ sóttu okkur heim.
Fyrirlesari kvöldsins var Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, sem fræddi okkur um starfsemi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en skólinn varð hluti af neti skóla Háskóla SÞ hinn 9. maí 2013.  Annadís er námsstjóri við skólann.
 
Alþjóðlegi jafnréttisskólinn hefur starfað frá janúar 2009 þegar honum var komið á fót með samningi milli utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands. Skólinn var upphaflega starfræktur sem tilraunaverkefni með það að markmiði að verða síðar hluti af tengslaneti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og er byggður á sömu hugmyndafræði og aðrir skólar Háskóla SÞ.
Klúbbfélagar fóru heim allmiklu fróðari að loknu ánægjulegu kvöldi.