Næstu skref í Stífkrampaverkefninu !

Næstu skref í Stífkrampaverkefninu !


Fimmtudagurinn 20. nálgast . Næstu skref í „Stífkrampaverkefninu
Á fimmtudaginn næsta 20. mars opnum við sögusýninguna í Kringlunni. Þann dag opnar Unicef einnig heimasíðuna www. unicef.is/stífkrampi   Við  setjum „link“ af heimasíðunni  www.kiwanis.is.
Bæklingurinn sem við munum dreifa er tilbúinn og verið er að setja saman efnið í sýningarrammana.
Unicef mun boða blaðamenn og ljósmyndara í Kringluna kl. 12.30 og vonandi tekst okkur að koma þessu að í fjölmiðlum. Það fer þó alltaf eftir því hvað er að ske þann daginn og hvaða fréttir taka yfir.
Við verðum með vel merkt svæði og reynum að vera áberandi.
Þessa daga sem við erum í Kringlunni stendur yfir „Kringlukast“ og von á mörgu fólki.
Við munum biðja fulltrúa þeirra klúbba sem á svæðinu verða að taka með sér heim í klúbbinn bæklinga til að dreifa eftir föngum á stórum vinnustöðum á heilsugæslustöðvar og víðar.
Einnig er mjög nauðsynlegt að við verðum dugleg að dreifa símanúmerinu 1900 á alla okkar Facebook vini og hvar sem við fáum tækifæri til

Fimmtudagur
                             Föstudagur                               Laugardagur
Esja 10-13   (2)                 Eldborg/Geysir 10-13 (4)                  Dyngja/Katla 10-12 (4)
Elliði 13-16   (2)               Setberg/Hraunborg 13-16 (4)              Höfði/Sólborg 12-14 (4)
Hekla/ Eldfell 16-19 (4)             Eldey/Hof  16-18 (4)                  Keilir/Varða 14-16 (4)
Mosfell /Jörfi 19-21 (4)        


Við munum líka biðja félaga líka um  um að dreifa stærri bæklingi í fyrirtæki þar sem menn þekkja til og þannig breiða út boðskapinn.  Klúbbarnir sem eru staðsettir utan höfuðborgarsvæðis munu fá bæklinga senda næstu daga eftir að við byrjum.  Þar sem þetta átak stendur  yfir í nokkra mánuði er ekki þörf á að byrja alls staðar á sama tíma.  Minni forseta klúbbanna á að senda fólk á réttum tíma í Kringluna og  svo væri  gaman að sjá sem flest Kiwanisfólk í Kringlunni.
Tökum höndum saman og vinnum þetta af gleði og stolti

Kveðja ÁE
 
Prentvæn útgáfa HÉR