Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 40 ára.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 40 ára.


Afmælisfagnaður haldinn þann 29 mars 2014.
10:30 - Hittingur í Kiwanishúsinu.(upphitun)
11:00-16:00  - Svæðisráðsfundur í Framsýnarsalnum.
12:00 - Kiwaniskonur bjóða upp á hádegisverð á vægu verði (1000 kr.)
13:00 – 16:00 Makaferð.(sem enginn maki má missa af)
Farið verður í safnið á Mánabakka,  síðan skoðum við bæinn og kirkjuna með leiðsögn. Þá er haldið í Hvalasafnið og það skoðað, þar verður  boðið upp á léttar veitingar.
19:00 – Hátíðarveisla í Sólvangi (Tjörnesi). Húsið opnað.
20:00-23:00 – Borðhald hefst í umsjá Heimamanna.
 
 Aðalréttur.
Grillaður lambahryggvöðvi með bökuðu grænmeti, kartöflugratin,  fersku salati, sykurbökuðum kartöflum og rjómapiparsósu
Eftirréttur.
Mandarínu osta og skyrkaka með ávaxtasósu og marenstopp.
Drykkir verða til sölu.
Dagskrá.
?    Ágrip og saga klúbbsins.
?    Viðurkenningar.
?    Ávarp gesta.
?    Annað.
23:00-02:00 – Dansleikur með Hljómsveit Halla Píp (Kiwanisfélaga).
Samið hefur verið við   Húsavík Cape  Hótel (s: 464-2205) um gistingu.
 2ja manna herbergi með morgunverði 8000 krónur. Hver og einn pantar fyrir sig.
Rúta fer frá Kiwanishúsinu að Sólvangi kl 18:45 og til baka frá Sólvangi kl 02:00.
Þátttaka tilkynnist fyrir 24 mars hjá  Sigurgeir s:898-7405 eða Benedikt s:899-1804

Verð 6000 krónur á mann.           Og koma svo.