Kötlufréttir

Kötlufréttir


Starfsárið hófst með stjónarskiftum sem svæðisstjóri Bjarni Vésteinsson framkvæmdi. Á fundinn fengum við töframann Einar Micael til að skemmta fólki en hann fékk nokkrar eiginkonur sér til aðstoðar. Mat höfum við fengið frá matselju sem kjörforseti vor Ásmundur Jónsson samdi við og hefur hann reynst frábær hingað til. Þá hafa allar fastanefndir tekið vel við sér, enda lagði Jóhannes forseti fram þá ósk að nefndir skiluðu í það minnsta þrem fundum á starfsárinu. Í nóvember fengum við sem ræðumann Bjarna Gný Hjarðar frá Sorpu til þess að seiga okkur frá starfseminni var það hin líflegasti fundur og mikið spurt.
Þá hefur komið fram við samþykkt reikning og fjáhagsáætlun að félagssjóður er nokkuð vel stæður enda erum við með góðan féhirðir sem heldur fast um sjóði sýna. Eftir að við tókum þá ákvörðun um að halda fundi okkar að Bíldshöfða 12 þá hefur starfið komist í fastari skorður. Við erum í dag 26 félagar og meðalaldur 70 ára,við erum meðvitaðir að fjölgun er erfið en ef einhverjir hafa áhuga að vera með yrði það skoðað tekin hæð þyngd og húmor viðkomandi. Kötlufélagar hafa rekið klukkuna á Lækjatorgi síðan 1981 og endurbyggt hana tvisvar, rekstur hefur gengið upp og niður stundum hefur verið auðvelt að fá auglýsendur en aðrar stundir erfiðlega t.d. nú er ein hlið laus. Ef einhver hefur áhuga þá er bara að snúa sér til foseta. Við höfum hafið strykveitingar með afhendingu á 100 dúkkum til Barnaspítala Hringsins en endursamið var við ÁS sem er verndaður vinnustaður og framleiðir dúkkurnar fyrir okkur en þeim er líka skaffað efnið til framleiðslunar. Það sagði við mig einn félagi mikið er það hvetjandi að vera með þegar svona léttleiki svífur yfir fundum eins og hefur verið og er það mikið rétt. Margt á eftir að ske í vetur nú bara að bíða og sjá hvað framtíðin bíður Kötluféögum uppá  í vetur.

Hilmar Svavarsson
Fjölmiðlafulltrúi