Nýtt húsnæði afhent.

Nýtt húsnæði afhent.


Nú rétt í þessu fékk Kiwanisumdæmð Ísland - Færeyjar afhent nýtt húsnæði að Bíldshöfða 12 sem nýbúið er að festa kaup á, en við höfum verið á hrakhólum með húsnæði síðan Engjateigurinn var seldur. Hjördís Harðardóttir Umdæmisstjóri tók við lyklunum af húsnæðinu frá fyrri eigendum Ágústi og Sigurði að viðstöddum stjórnarmönnum og Sæmundi Sæmundssyni sem lagt hefur mikla vinnu í að finna hentugt húsnæði fyrir okkur.
Nú framundan eru smá breytingar við að stækka fundasal til að hægt sé að halda stærri fundi og síðan þarf að festa kaup á borðum stólum og þessháttar en stefnan er tekin í að reyna að halda Umdæmisstjórnarfund þann 13 apríl og að sjálfsögðu verður opið hús fyrir Kiwanisfólk til að skoða eignina þegar allt er orðið klárt, og fundafært fyrir klúbba og aðra starfsemi hreyfingarinnar.
Til hamingju Kiwanismenn og konur.


Fleiri myndir frá afhendingunni má nálgast HÉR.