Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2013

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2013


Síðastliðinn laugardag 13 apríl var haldinn umdæmisstjórnarfundur í nýju og glæsilegu húsnæði að Bíldshöfða 12. Fundarmenn og konur mættu tímanlega til að skoða húsnæðið og greinilegt að allir voru í skýjunum með þessi húsakaup.
Fundurinn hófst með venjulegum fundarstörfum og m.a risu fundarmenn úr sætum og vottuðu látunum félögum virðingu sína.  Umdæmisstjóri fór síðan yfir dagskrá dagsins og flutti síðan skýrslu sína og er greinilegt að mikið og gott starf er í umdæminu um þessar mundir og gott að vera loksins búið að fá staðfestingu á að við eru fullgilt umdæmi allavega næstu fimm árin þrátt fyrir að vera ekki með þúsund félaga, en tölur gagnagrunnsins frá því í mars segja að það séu 930 félagar á skrá í 36 klúbbum í fimm svæðum en þetta kom fram í skýrslu Harðar Baldvinssonar umdæmisritara.
Guðbjörg Umdæmisféhirðir flutti sína skýrslu og sagði að heimtur gjalda væru með miklum ágætum en aðeins einn klúbbur skuldar enn gjöld.
Svæðisstjórar fluttu næst sínar skýrslur, Snjólfur Fanndal reið á vaðið fyrir Freyjusvæði, síðan kom Petur Olivar og flutti hann sína skýrslu á Færeysku og m.a kvartaði yfir að margir væru að nota of gamlar útgáfur af Exel og þess vegna stemma ekki sumar tölur, og eins væri galli að sumir ritarar eins og í Færeyjum væru alls ekki tölvuvæddir. Gunnsteinn kom næstur fyrir Óðinssvæði og sagði meðal annars að Öskjumenn hefðu haldið upp á afmæli sitt með því að bjóða Vopnfirðingum til kaffisamsætis og hefðu mætt 400 manns, og greinilegt að starfið gengur vel fyrir norðan. Pétur Jökull kom næstur fyrir Sögusvæði og flutti sýna skýrslu og sagði m.a að got væri að nýta nýja húsnæðið vel  og hafa þarna jafnvel félagsaðstöðu til að horfa á leiki og jafnvel snókeraðstöðu, og vildi Pétur að menn skoðuðu þessi mál. Tómas Sveinsson flutti að lokum skýrslu Ægissvæðis í forföllum Konráðs svæðisstjóra. Það kom greinilega fram í skýrslunum að starfið er got í Umdæminu um þessar mundir og ýmsar athugasemdir hafa komið á framfæri sem vert er að skoða af Umdæmisstjórn.
Nokkurar umræður urðu um skýrslur stjórnamanna og m.a kom fram að mönnum finnst vanta meiri upplýsingar frá klúbbunum í skýrslurnar og að vanda beri betur skýrsluskil, og að það þurfi að fara betur yfir þetta í fræðslunni. Einnig var kallað eftir skjótari úrvinnslu frá fræðsluráðstefnunni í Hafnarfirði og koma niðurstöðunum út í klúbbanna. Einnig kom fram að got væri að gera nokkurskonar gátlista fyrir ritara. Óskar Guðjónsson sagði að Svæðisstjórar eiga að skila inn skýrslum eftir heimsóknir í klúbba og þá fengjust nánari upplýsingar frá klúbbum. Óskar sagði jafnframt að hann væri að vinna grein um fyrstu íslensku Kiwanisfélagana en það hefðu verið íslendingar frá Winnipeg í Kanada sem fyrstir hefðu gengið til liðs við hreyfinguna.
Ástbjörn Egilsson sagði að laganefndin væri að vinna lokaúgáfu til samþykktar af nýju klúbbalögunum og hvatti menn til að sækja lögin á vefinn og kynna sér efni laganna. Þyrí Marta formaður þingnefndar sagði að allt væri orðið klárt sem hægt væri að klára á þessari stundu  og enn væri einhver gisting laus í Hafnarfirði og sagði Þyrí m.a að Hafnarfjarðarbær væri búinn að veita styrk að upphæð200 þúsund til þingsins. Haraldur Finnsson formaður hjálmanefndar sagði að verkefnið væri allt á áætlun, og búið væri að fá upp fjölda barna og liti hjálma sem þau vildu, en sagði jafnframt að einn skóli í Reykjavík hefði afþakkað hjálmana í skjóli þeirra reglna Reykjavíkurborgar um að dreifa ekki auglýsingum í skólum. Haraldur sagði jafnframt að Eimskip ætlaði ekki að vera með neinn ákveðin hjálmadag heldur vera með kynningarherferð í fjölmiðlum 3 til 5 maí. Nefndarformenn kláruðu síðan sýnar skýrslur sem eiga eftir að birtast hér á netinu þegar fundagerðin verður klár og m.a í þessu skýrslum kom fram hjá Formanni Styrktarsjóðs Birni Ágústi staða stífkrampaverkefnisins og vill sjóðurinn fara í samstarf við UNICHEF, með landssöfnun og eru komnar upp hugmyndir um framkvæmd hennar sem ekki er vert að birta strax. Andés Hjaltason bað menn að rísa úr sætum og votta Guðmundi Óla fráfarandi formanni Tryggingasjóðs virðingu fundarmanna og þakka honum fyrir fræbært starf góðann viðskilnað en Guðmundur hafði verið formaður sjóðsinns frá stofnun.
Sæmundur Sæmundsson fór yfir ferlið að kaupum Bíldshöfðanns en Sæmundur var fenginn til þess að stjórna þessari húsnæðisleit, og sagði Sæmundur m.a að nú væri komið að því að stofna hússtjórn sem tæki ákvarðanir um leigu og úthlutun á húsnæðinu í samstarfi við Umdæmisstjórn.
Góðar umræður urðu að loknu matarhléi um skýrslur nefndarformanna og vakti tillaga formanns Styrktarsjóðs mikil viðbrögð og af hlutu góðar og skarpar umræður.
Næst var farið í fjárhagsáætlun 2013 – 2014  og fór Arnór Pálsson formaður fjárhagsnefndar yfir þessa áætlu. Guðbjörg Umdæmisféhirðir fór yfir milli uppgjör starfsársins og er allt á réttir leið hjá umdæminu. Dröfn kjörumdæmisstjóri kom næst í pontu og kynnti kjörorð síns starfsárs en það er
“Kiwanis er vinátta, Kiwanis er kraftur” og markmið, Njótum vináttunar. Dröfn sagði jafnframt að vel gangi hjá henna að skipa stjórn en nefndarformenn eru ekki allir tilbúnir og sumir félagar eru ekki til í að leggja meira að verkum heldur en þeir gera í klúbbunum sínum.
Umdæmisstjóri sleit síðan fundi um kl 14.30 og þar með var þessum fyrsta fundi í nýju húsnæði lokið.
 
 
Myndir frá fundinum má nálgast HÉR